Freyr - 01.05.2004, Síða 49
betur hvaða lömb þarf að bæta og
geta því slátrað hinum strax sem
náð hafa nægilegum þunga.
Eins og sjá má á 2. mynd eru
lömbin hjá þeim bændum, sem
stunda sumarslátrun, mun feitari á
Suðurlandi en á Vesturlandi. Fitan
er strax meiri í ágúst og eykst mun
meira fram á haustið, hjá þeim
hluta lambanna sem geymd eru til
haustslátrunar. Holdíylling eykst
einnig meira á Suðurlandi og um
haustið er hún aðeins meiri en á
Vesturlandi þó að hún hafi verið
minni í ágúst. Lömbin, sem fara
um sumarið, eru tekin beint af út-
haganum í báðum landshlutum en
þau sem bíða fram á haustið á
Suðurlandi eru tekin inn á há og
fóðurkál í byrjun september. Ef
gróðurinn í mýrinni er farinn að
falla mikið um miðjan ágúst og
jafnvel íyrr getur það haft nei-
kvæð áhrif á hlutfall vöðva og fítu
í vexti lambanna. Þetta gæti verið
ein skýringin, en að hluta til skýr-
ist þetta af því að hlutfall fitu í
vexti lambanna eykst almennt
með auknum þroska þeirra. Þetta
gerist fyrr hjá gimbrum en hrútum
og því ættu menn e.t.v. að velta
fyrir sér að láta hærra hlutfall
gimbra í sumarslátrun en almennt
virðist vera raunin. A Vesturlandi
er einn bóndi sem setur 80% af
sínum lömbum í sumarslátrun
vegna þess að dilkamir falla í
verði vegna fítu ef þeim er slátrað
á hefðbundnum tíma. Hann lætur
æmar bera á hefðbundnum tima
og gefur ánum um 20 g af físki-
mjöli og maís á dag eftir burðinn.
Æmar em á túni í þrjár vikur áður
enn þeim er slepp í úthagann, sem
er hálent heimaland. Lömbin em
tekin beint af úthaganum til slátr-
unar og er meðalfallþunginn 17,5
kg. Heimalandið er mjög víðlent
og getur féð verið að elta nýgræð-
inginn til fjalla langt fram eftir
sumri.
Annar bóndi er að ná mjög góð-
um árangri bæði í fallþunga og
flokkun á sumarlömbum. Þær ær
sem nota á í sumarslátmn bera um
miðjan apríl. Aðeins meiru er
kostað til i kjamfóðri en á hinum
bæjunum, 200 g/dag /á, og hefur
til vorsins 2003 lömbunum alltaf
verið gefið kjamfóður aukalega.
Féð er á víðlendu heiðalandi yfir
sumarið og getur því elt nýgræð-
inginn fram eftir sumri. Miðað er
við að lömbin séu ekki léttari en
38 kg þegar þeim er slátrað í sum-
arslátrun.
Bændur töldu almennt litinn
sem engan aukakostnað vegna
sumarslátrunarinnar liggja í við-
bótarfóðri eða lyfjum. Það gæti
verið vegna þess að í flestum til-
fellum hefst sauðburður ekki mik-
ið fyrr en vanalega. Hins vegar
lengdi sumarslátmnin sauðburð
að vori aðallega hjá Sunnlending-
um og smalanir að hausti hjá öll-
um. Flestir töluðu um að mikil
vinna lægi að baki smölunum og
fjárragi í kringum sumarlömbin.
Sumum bændum fannst það já-
kvætt að geta dreift álaginu yfír á
lengri tíma bæði vor og haust og
haft þannig betra yfírlit yfír féð.
Sumarslátmnin hafði jákvæð áhrif
á tekjur bændanna en þau áhrif
hafa farið minnkandi undanfarin
ár. Ástæðan er sú að álagsgreiðsl-
ur Markaðsráðs hafa lítið sem
ekkert hækkað á milli ára og út-
flutningsskylda hefur verið að
aukast í ágúst. Þetta hefur leitt til
þess að bændur hafa fækkað
lömbum í sumarslátmn nema þar
sem vandamál em með fitufell-
ingu seinna um haustið. Flestir
slátra einu sinni til tvisvar í ágúst
og geyma gimbramar fram í nóv-
ember og desember til að fá hærra
verð, sem e.t.v. em rangar áhersl-
ur miðað við það sem fyrr var sagt
um skjótari fitusöfnun gimbra en
hrúta. Boðuð niðurfelling álags-
greiðslna frá Markaðsráði á fítu-
flokk 3 (Álagsgreiðslur Markaðs-
ráðs kindakjöts, 2003), sem síðar
var dregin til baka í ágúst, dró úr
umfangi sumarslátrunar 2003.
Miðað við meðalflokkun haust-
ið 2002, hjá þeim bændum sem
tóku þátt i könnuninni um sumar-
slátrun, og verð frá Sláturfélagi
Suðurlands haustið 2003 þá voru
bændumir að fá meira fyrir lamb-
ið sem slátrað var um sumarið en
það sem slátrað var um haustið.
Munaði þar 89 kr/kg (718
kr/lamb) á Suðurlandi og 76 kr/kg
(1147 kr/lamb) á Vesturlandi. Þó
em lömbin léttari í sumarslátmn-
inni. Hagstæðari flokkun, aðal-
lega m.t.t fítu, í sumarslátmn, yf-
irborganir og lægri útflutnings-
prósenta skila sér hér í hærra
verði. Þar sem margir af þessum
bændum láta hluta af ánum bera
fýrr en venjulegt er, frá miðjum
apríl fram í byrjun maí, hlýtur ein-
hver aukakostnaður að liggja að
baki. Æmar þurfa að vera á fóðri i
a.m.k þrjár vikur áður en þær
komast á beit. Það voru ekki
margir bændur, sem gáfu ánum
kjamfóður, og þeir sem gerðu það
gáfu þeim á bilinu 50-100 g/dag
sem er ekki mjög mikið, en kostn-
aður samt. Ef bóndi er með 50 ær
sem bera fyrr og fær undan þeim
100 lömb sem gefa honum 700
kr/lamb aukalega miðað við
haustslátran þá er hann að fá 70
þús. kr. í heildina í viðbótartekjur.
Segjum svo að hann gefí hverri á
100 g/dag af millljónablöndu i
þrjár vikur þá kostar það 5 þús. kr.
plús heyið sem gefíð er sem á að
vera besta heyið á bænum. Vinna
bóndans í kringum féð er líka
kostnaður sem fæstir bændur meta
fullu verði. Flestir bændumir fóm
út í sumarslátrun í upphafí vegna
hærra verðs fyrir afurðirnar. Þeir
bændur sem slátra á hefðbundnum
tíma hafa ekki hug á því að fara út
í sumarslátrun að svo stöddu
Framhald á bls. 5 7
Freyr 4/2004 - 49 |