Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 4
‘ ‘í>j óðræknisf élagið’ ’
Stofnað 25. marz 1919.
TILGANGUR FfiLAGSINS ER:
1. AÖ stuðla að því af fremsta megni, að Islendingar
megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungai og bókvísi í
Vesturhoimi.
3. Að efla samúð og samvinnu milli íslendiuga aust-
an liafs og vestan.
Þetta er sá félagsskapur meðal Islendinga í Ameríku,
er aðallega byggir á þjóðeruislegum grundvelli, á svip-
aðan hátt og liin ýmsu þjóðernisfélög hér í álfu, svo sem
“The United Scottisli”, “Sons of England”, o. fl.
Iiver einasti Islendingur í þessu landi ætti að standa
í félaginu. Arsgjald fyrir fullorðna er $2.00, unglinga
innan 18 ára 25c.
Markmið félagsins er að vinna að framförum og
samheldni rneðal Islendinga, og strax á þessu næstkom-
andi ári að hjálpa 1il þess að unglingum gefist kostur á
að læra íslenzku, eftir því sem ástæður foreldranna kunna
að leyfa.
Tímaritið, kostar að þessu sinni $1.00, ættu allir að
styrkja með því að kaupa það, með því að auglýsa í því,
og' með því að láta þá, sem þar auglýsa, sitja fyrir verzl-
un sinni.
Allar upplýsingar um félagið veitir “Félagsstjórn”
og má skrifa til hennar. Inngangseyrir og ársgjöld
sendist til “Fjármálaritara”, en áskriftargjald að Tíma-
ritinu til “Skjalavarðar”.
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturlieimi.
P. 0. Box 923, Winnipeg, Man.