Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 24
ÞING-KVÖÐ.
Eftir Steplian G. Stephansson.
Gamla landið góðra erfða!
Gengið oss úr sýn,
Lengur skal ei sitja og syngja
Sólarljóð til þín!
Nú skal rísa. Ilefja hug og
Hönd, með Ijóð á vör,
Þar sem yzt á vestur-vegum
Verða barna-för.
Verða þinna barna för.
Ef við sýndum feimni í fasi,
Fyrirgefðu það —
Kot-böfn Uta undra-augum
Álfhól, fyrst i stað —
Oft i bláskóg’ fram’í fjarlœgð
Fanst ei vaxin björk —
Lindar-hola, í hilling verður
Haf, í eyðimörk.
Haf í víðri eyðimörk.
Nú skal bera á borð með okkur,
Bót við numinn auð,
Margar aldir ósáð sprottið
íslenskt Ufsins brauð:
Alt, sem lyfti lengst á götu,
Lýsti út um heim,
Nú skal sæma sveitir nýjar
Sumargjöfum þeim.
Sumargjöfum öllum þeim.
Fyr var rausn, að leggja í lœðing
Lýði, storð og höf —
Nú á sigrum senn að ráða
Sátt og vinagjöf.
Aður þótti frœgð, að falla
Fyrir völd og trú —
Mest er fremd, sem lengst að lifa
La-ndi sínu nú.
Landi sínu gjöfull nú.
Megir þeir, sem mœðra sinna
Menning bera liœst,
Það eru niðjar þeirra garpa
Þá sem hjuggu stærst —
Æska, þú sem alsráð tekur
Eftir litið skeið,
Orðstír þinn og æfintýri
Átt á þeirri leið.
Átt á þeirri frægðar-leið.
Sér i fangi fagra sögu
Framtið lengi ber,
Þó að grasið grói yfir
Götur okkar hér —
Stígðu á Þingvöll stórra feðra,
Styrkur vex og þor
Undir fótum vorum vita
Vera þeirra spor.
Vera hróðug þeirra spor.
. Tíðum átti í harða-höggi
Ilugur Islendings,
Æ varð lionum sœmd að sinna
Sóknarleið til Þings--------
ísland sveipi i sógulokin
Sínum fána þó
—Frýddum eigin aðals-merki—
Yfir vora ró---------
Yfir vora liinztu ró.