Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 27
TIMARITIÐ
7
þeir. Einn slíkur viðburÖur er
liin íslenzka þ-jóð í sög'u heimsins.
Hví eigi að geyma minninguna um
])að í og hví eigi að lengja þá sögu,
sem er óslitið framhald elztu sögu-
alda og nxí hvergi annars staðar
til ? Landnám voru gjörð mörg i
fornri tíð af menningarþjóðum
þeirra tíma, en þau cru flest fyrir
löngu sokkin í sæ, tungurnar, er
g'eymdu hugsjóna-auðinn forna,
týndar, — hvorttveggja horfið, —
orpið sandi tímans eða grafið í
gievmsku. Islenzka þjóðin ein lif-
ir, sem sérstakur viðburður í sögu
mannkynsins, svo að hún hefir eigi
iotið lögmáli þessara allsherjar
umbreytinga. Stofnþjóðir henn-
ar hafa breytt eðli og vilzt um
tungu, — slitið tengitaugina við
söguöldina.
Hvers verður eigi sú menning
megnug í framtíð, er önnur eins
stórvirki hefir unnnið á liðinni tíð
og bókmentirnar fornu? Sem alið
hefir þá menn, er standa á háf jöll-
um Norrænnar Sögu? Alt þetta,
Og' svo margfalt fleira, hvetur til
þess og- krefur, að íslendingar
vilji geyma þenna arf og varðveita
samhliða hinum nýju gæðum, er
þeim kann að hlotnast, og þeir
vinna til, en heimsálfa þessi fær
veitt.
Þetta eru þá málin, er Tímaritið
setur sér að vinna að, og í því
skyni mun það léitast við að flytja
ritgjörðir, er að einhverju leyti
skýri hinar ýmsu liliðar þeirra
fyrir almenningi. Hvernig það
hefir tekist með þetta fvrsta hefti,
uð láta þenna tilgang koma í ljós,
mun þykja betur við eiga að aðrir
dæmi um en útgefendur sjálfir.
En allan vilja hafði Félagsstjórn-
in á því, að þetta hefði mátt tak-
ast, og í því skyni skrifaði hún
flestum þeim Islending-um hér í
álfu, er ritfærastir eru taldir á ís-
lenzka tungu, og fór þess á leit við
þá, að þeir sendu ritgjörðir um
þessi efni, er svo mætti birta í rit-
inu. Nokkrir urðu við tilmælum
liennar, eins og ritið ber með sér,
aðrir hafa heitið góðu um að gjöra
eitthvað seinna, en talið ástæður
sínar því tif fyrirstöðu, að þeir
gætu nokkuð látið af liendi rakna
nú. Má því eiga von á ritgjörðum
frá þeim seinna. Þá skrifaði Fé-
lagsstjórnin heim til íslands, til
forstöðumanna Þjóðræknisfélags-
ins “íslendings” í Reykjavík, og
mæltist til að þeir gengist fyrir
því að útvega nokkrar ritgjörðir,
sérstaks efnis, í ritið. Urðu þeir
vel við þeirri kvöð og hefir ein rit-
gjörð verið send frá Reykjavík,
og má eiga von á fleirum síðar.
Öllum þessum mönnum, er á ein-
hvern háft hafa styi'kt útgáfu rits-
ins, er Félagsstjómin þakklát, en
sérstaklega vill hún þakka lira.
bókaverði Halldóri Hermannssyni,
við Fiske safnið við Cornell Há-
skóla, fyrir hina afar fróðlegu rit-
gjörð hans um Vínlandsferðirnar.
Um það mál hefir iítið verið ritað
á íslenzku, þó undarlegt megi virð-
ast, jafn þýðingarmikill viðburður
sem fundur Vínland-s er, eigi ein-
asta fyrir sögu íslendinga, heldur
og fvrir sögu þessarar heimsálfu.
Þá vill liún og þakka hra. Indriða
Einarssyni í Reykjavík, fyrver-
andi hagstofustjóra ísl'ands, fyrir
fróðlega ritgjörð um menningar-
baráttu Islenzku þjóðarinnar.