Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 32
Geislinn.
Eftir Kristinn Stefánsson.
Ofur lítill, lófastór, ljómandi
blettur, eins og svolítil sólar-ey,
er ljósgeislinn, seni morgunsólin
varpar inn með gluggatjaldinu, á
vegginn, fyrir ofan rúmið mitt.
Sólar-ey,------
Geislinn er orðinn að eyju og
veggurinn umhverfis hann að hafi.
Eg horfi á litlu, ljósu eyna mína.
Það ganga smámsaman vfir liana
dölkkar öldur, þá daprast hún, en
þess á milli er hún gióbjört eins
og fröl'sið. Það eru skýjaskugg-
arnir, sem, einnig hér, líða yfir
Iþetta ljóssins land.
ímynd eylandsins ljósa, ert þú,
ársólar ljósgeislinn ljúfi.
Þú minnir á ættlandið æsku-
minninganna, með dalina barma-
fulla af júní-sólskini og lieiðan
daghimin yfir lieiðum fjöllum.
Liðnir dagar renna upp í röð,
með l'ífi og litbreytingu.
Leiksviðiu, daladrengsins, blasa
við hugar-sjónum og hláturinn
létta bergmála björgin. Smala-
birgið er að vísu lirunið, en fegurð
fjallsins breiðir enn þá út faðm-
inn og segir:
‘ ‘ Vertu velkominn! ’ ’
Litli lækurinn, tær eins og fals-
laus trygð, lioppar enn þá um
lyngi vaxna heiðardragið, og nið-
urinn líður rólega, blíðl'ega upp til
næstu háfjalla og rödd í lionum
-segir: “Þessi staður lieyrði
hjartaslög þín, fyrir -mörgum ár-
um, þar sem mætast lækjarniður
og lóukvak.”
Ljúfur og þíður andblær leggur
inn dalina með lieiilsan frá liafinu.
Og hvönnin linegir liöfuðið í gil-
hvamminum græna.
Fvrir handan fjallið liggur
sjórinn stálgrár, eins og ógurlega
stór hringabrynja, til hvatar og
stælingar því lífsafli, sem trúir á
mátt sinn og megin.
Þunglyndislegur raunasvipur
livílir yfir sveitinni, mók-blandinn
og deyfðarlegur, eins og þreytu-
svipur uppgefins manns.
Þar niðri eru enn fáir komnir
á fætur, til þess að dást að dýrð
landsins síns.
Túnin -langa til að leggja undir
sig holtin, ræktarlaus og öskugrá.
Þau langa til þess að þenja sig
út að landamerkjum. Þau kalla
hljóðlausri röddu inn í bæina á
hjálp, en þaðan kernur ekkert svar.
Og holtin góna grett út í sólskinið
og kæra sig kollótt. Þau eru vana-
föst og láta ekki undan síga fyrir-
varalaust. Fögur og látlaus söng
rödd órnar neðan frá hlíðinni.
Þar er brot af liinni nýju kvn-
slóð, nokkrir unglingar, sem liöfðu
komist út, — út í morgunloftið
tárhreina, og f-engust ekki -til þess
að sofa lengur.
Hugir þeirra eru eins og víð-
sýnið og vonirnar, sem sumardag-
ur ofinn í skin og skúr, en heitar
af hjartablóði söngsins. Og það
er eins og klettarnir taki fegins-
hendi móti söngnum og morgun-
sólskininu. Því þeir endurhljóma
l.jóðið skýrt og greinilega.
Skal það ekki líka berast niður
til bæjanna?
Eg vildi það vekti þá, sem sofa!