Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 33
Þjóðararfur og þjóðrækni.
Eftir séra G. Guttormsson.
[NN lief ði eg- viljað vera
;Sur fyrir efninu, sem á
r bent, er eg var beðimi
um flínur þessar — maður til að
leysa verkið svo af bendi, að um
munaði. M|ætti eg tala eins og sá,
er vald hefir, um framtíð íslensks
þjóðernis hér í álfu; mætti eg ráða
rún örlaganna sjálfum mér og öðr-
um í vil, og færa löndum mínum
g'óðar fregnir og sannar af æfi-
brautinni fram undan, þá væri
óskasteinninn kominn í mínar
hendur. En því miður hefi eg
ekki eignast þann dýrgrip enn, né
heldur er eg svo spámannlega vax-
inn, að eg treysti mér til að segja
mikið um óorðna liluti.
Og þó er það einmitt framtíðin,
sem aðallega er um að liugsa í
sambandi við þetta, mál um við-
liaild vestur - íslenzks þjóðernis.
Fyrir liana gerum vér það, sem
gert verður í því máli; og það sem
vér látum ógert, verður hennar
tap. En hún krefur annars frern-
ur en lófalesturs. Ókonmir tímar
munu fara sinna ferða fyrir spám
öllum og draumórum, en fyrir ráð-
mn og dáð munu þeir hera meiri
virðingu. Hvort sem fyrir oss
liggur að hreppa hagstæð veður
eða mótvinda, þá er svo mikiS víst,
aÖ ef vér leggjuan árar í bát nú,
uða tökum ranga stefnu, þá er öll
von úti. Ef vér því viljum, að
eitthvað íslenzkt fái að lifa hér, þá
þurfum vér að gjöra sjálfum oss
sem allra glöggasta grein fyrir
því, hvað það er, sem lífgjafar er
vert og hvers vegna, og í íiverjum
anda vinna skuli að viðhaldinu.
Svo verÖur auðvitað höndin að
fylgja liuganum.
Um þetta efni vildi eg fara
nokkrum orðum — hvað það sé,
sem réttur leyfir og skylda krefur
í þjóðernismálinu, og hvað undir
þurfi að búa viðleitni vorri í þeim
sökum, svo vel sé. AÖrir hafa rit-
að vel um efnið áður, og verður
því erfitt að bera hér eintómt ný-
næmi á borð fyrir lesandann; en
málið er mikilvægt og þarf að
ræðast sem allra mest út í æsar og
skoðast frá öllum hliðum. Geti eg
nú lagt fram eitthvað nýtilegt,
jafnvel þótt ekki væri nema það,
að dusta rykiÖ af einhverri gam-
alli og góðri hugsun, þá fyndist
mér sjálfum betur farið en heima
setið.
Ekki er vert. að kippa sér upp
við það, þótt mjög skifti í tvö liorn
um álit manna á þessu máli. öfg-
ar gjöra vart við sig í öllum álita-
málum, og ekki er einber skaði
skeður, þótt þeim lendi sarnan ann-
an sprettinn. Þær minna mig á
kvörnina (frótta, sem ambáttirnar
tvær voru látnar mala gullið í fvr-
ir Fróða konung, — en sungu söng
sinn á meðan. Þegar tveirn skoð-
unum andvígum lendir saman, þá
finst. mér oft eins og þar sé komn-
ar skessurnar Fenja og Menja;
orðasennan er Gróttu-söngur
þeirra; en út á milli urgandi
kvarnarsteinanna, sem eru öfgar
tveggja hliða, hreytist svo gull-
dustið, Fróða-mjöl sannleikans,
svo fínt og sein-unnið, að enginn