Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 44
24
TÍMARIT bJÓÐRÆKNlSFÉLAGS ISLENDINGA
mn vesturferða-agentana, sem
liérlendar stjórnir kostuðu lieirn
til Islands, í þeiin erindum að ná
fólki þaðan burt til Yesturlieims 1
— Það er aum regla, sem ekki má
beita á tvo vegu, segir enskurinn.
Skyldur vorar í þjóðræknismál-
inu liorfa þá svona við, að því er
mér virðist. Fyrst er skuldin við
þetta land; liún verður ætíð að
skipa öndvegi. En mikilvægur
liluti þessarar skuldar er í því
fólginn, að vér eigum að gjöra
niðja vora svo vel úr garði, sem
unt er, og stelum þar engu undan,
sem eflt getur manndóm þeirra,
jafnvel þótt það sé komið lieiman
frá Islandi. Svo ber hins að gæta,
að ættlandsskuldin er ekki úr sög-
unni, þótt vér hugsum fyrst um
skyldur vorar hér.
Ekki er því að leyna, að ef hald-
ið er í þetta horfið, þá verðum vér
enn um nokkra hríð sérkennilegur
hópur eða ættflokkur í þessu þjóð-
félagi, og það eins fyrir því, þótt
vér forðuanst allar öfgar og ein-
ræningsskap. Þetta telja sumir
hættulegt. Þeir vilja bræða öll
þjóðarbrotin saman, svo að niðj-
arnir verði allir með sörnu þjóðar-
einkennum og þeim alenskum. Eg
lield, að þjóð þessi verði ekkert
betur komin, þótt hraðað sé þeirri
sambræðslu. Allir þurfum vér-
auðvitað að dragast saman, eiga í
samlögum tungumál landsins og
alt hérlent ágæti. En að vér þurf-
um um leið að losast við sérkennin
öll, sem segja til uppruna vors, og
renna saman í eina tilbreytingar-
lausa þjóðernis-flatneskju — það
er annað mál. Eg lield einmitt,
að fjölbreytt þjóðlíf verði miklu
nýtara. Kínverjar eru sagðir svo
nauðalíkir allir, að livítir menn
geti varla greint þá í sundur. Það
yrði, held eg, ekkert heillaverk,
þótt þetta land væri gjört að and-
legu Kínaveldi.