Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 46
26
TlMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA.
og kynja, sem 'hann hafi mætt
þar og sloppið nauðulega frá. En
gallinn er, að ráðning Bugges er
svo efasöm, að það er varasamt
að byggja nokkuð á lienni, og í
öðru lagi er þessi úthafsferð Har-
alds sjálfsagt sama ferðin og sú,
sem hann fór til landkannana
norður um Noreg.*
1 íslendingabók sinni, sem rit-
uð er á þriðja, eða fjórða áratug
12. aldar, segir Ari fróði frá því,
að þegar Eiríkur rauði og aÖrir
Islendingar komu til Grænlands,
liafi þeir fundið þar mannavistir,
bæði austur og vestur á landi,
keiplabrot og steinsmíði, er af má
skilja, að þar hafði þess konar
þjóð farið, er Yínland hefir bygt
og Grænlendingar kalla Skræl-
ingja. Hafði hann þetta eftir
Þorkeli Gellissyni, föðurbróður
sínum, en honum hafði sagt það á
Grænlandi maður, er fylgt hafði
Eiríki rauða þangað. AS öðru
leyti getur Ari ekki Vínlands. ÞaS
er ekki ólíklegt, að frásögn Adams
og Ara beri að sama brunni, að því
er VínlandsnafniS snertir. Gellir
Þorkelsson, faSir Þorkels og afi
Ara, lá lengi í kröm í Hróarskeldu
og lézt þar árið 1073, og má vel
vera, að hann hafi sagt Sveini
konungi frá Vínlandi.
Landnáma getur Vínlands ein-
ungis í saihbandi við Hvítramanna-
land eða Irland liiS mikla, þar sem
sagt er, að það liggi vestur í hafi
nærri Vínlandi hinu góða. Þar
sem Leifur Eiríksson er nefndur,
er ekkert um það getið, að hann
hafi fundið Vínland, en Hauksbók
») Sbr. Bogi Th. Melsteð, íslendinga Saga,
II. bindi, bls. 289—290.
segir, að Þorfinnur karlsefni liafi
fundið það. 1 Heimskringlu seg’ir
Snorri Sturluson, að Leifur hafi
fundið Vínland hið góSa, og sama
gerir Kristnisaga. Eyrbyggja
getur þess, að Snorri Þorbrands-
son liafi farið til Vínlands hins
góða með Þorfinni karlsefni, og
Grettla nefnir Þórhall Gamlason
Vínlending, sem bjó á Melum í
HrútafirSi. í sumum jiessum sög-
um istendur Vindland fyrir Vín-
land, en það er auSsjáanlega rit-
villa eða misskilningur.
ASal-heimildiriíar fyrir Vín-
landsferSunum eru Eiríks saga
rauða og Grænlendinga þáttur.
Eiríks saga rauða, sem stundum
en þó miður réttilega hefir verið
kölluð Þorfinns saga karlsefnis,
segir frá því, að Leifur, sonur
Eiríks rauða, liafi farið (áriS
1000) frá Noregi til Grjænlands.
HafSi hann siglt austur um haf
hina syðri sjóleið, og svo sjálfsagt
fariS liina sömu leið vestur. Velkti
hann lengi úti, og hitti hann á lönd
þau, er hann vissi áður enga von í.
Voru þar hveitiakrar sjálfsánir
og vínviður vaxinn; þar voru og
þau tré, er mösur hétu; og liöfðu
þeir af öllu þessu nokkur merki,
sum tré svo mikil, að í hús voru
lögð. Hann fór með kristna trú
til Grænlands, að boði Ólafs kon-
ungs Tryggvasonar, og á heimleið-
inni bjargaði hann mönnum af
skipsflaki og hlaut af því viSur-
nefnið Leifur liepni. Þegar til
Grænlands kom, var mikið rætt
um land það, er hann hafSi fundið,
og í’éSu menn af að leita þess. Var
foringi leiðangursins Þorsteinn,
bróðir Leifs. Eiríkur faðir hans