Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 47
VINLANDSFERÐIRNAR.
27
var með honum, að því er virðist
liálfnauðugur, enda hafði hann
orðið fyrir því slvsi á leið til skips
að falla af hestbaki og brjóta rif
sín og lesta öxl sína. Þeir sigldu
úr Eirí'ksfirði í Eystrihygð. Þá
velkti lengi úti í hafi, og komust
ekki þangað, sem ferðinni var
heitið, en komu í sýn við Island
og höfðu fugl af Irlandi. Loks
náðu þeir um haustið aftur til Ei-
ríksfjarðar, mæddir og mjög þrek-
aðir. Þá kvongaðist Þorsteinn
Guðríði Þorbjarnardóttur og fóru
þau að búa í Lýsufirði í Vestri-
bygð, en um veturinn andaðist
Þorsteinn úr drepsótt og flutti
Guðríður þá aftur til tengdaföður
síns í Brattahlíð. Næsta sumar
(1002) komu þeir Þorfinnur karls-
efni Þórðarson og Snorri Þor-
brandsson út til Grænlands frá
Islandi með 40 manna. Enn frem-
ur komu þá og til Grænlands
Bjarni Grímólfsson frá Breiða-
firði og Þórhallur Gamlason Aust-
firðingur; voru þeir og á skipi með
40 manna.—Sátu allir þessir menn
í Brattahlíð um veturinn, og þá
gekk Þorfinnur að eiga Guðríði,
ekkju Þorsteins. Enn varð tíð-
rætt um Vínlandsfund, og ætluðu
þeir Karlsefni og Snorri nú að
fara að leita þess. Voru nú þrjú
skip búin, sem sé þeirra Þorfinns
og' Snorra; 'þá þeirra Bjarna og
Þórhalls, og svo skip það, er Þor-
björn Vífilsson, faðir Guðríðar,
hafði átt. Á því voru Þorvarður,
tengdasonur Eiríks rauða, og
kona hans Freydís Eiríksdóttir,
og Þorvaldur, sonur Eiríks
rauða; enn fremur Þórliallur
veiðimaður, og er honum borin
lieldur illa sagan, en hann liafði
það til síns ágætis, að honum var
víða kunnugt í óbygðum, enda
hafði hann lengi verið í veiðiförum
með Eiríki rauða. Á skipunum
voru fjórir tugir manna annaðs
hundraðs. Sigldu þeir til Vestri-
bygðar og til Bjarneyja. Undan
Bjarneyjum höfðu þeir norðan-
veður og voru úti tvö dægur.
Fundu þeir þá land og könnuðu
það. Voru þar hellur margar og
stórar, svo að tveir menn niáttu
vel spyrnast í iljar. Þar voru
melrakkar margir. Þeir nefndu
landið Helluland. Þá sigldu þeir
norðanveður tvö dægur og varð
þá, land fyrir þeim, og á því skógur
mikill og dýr mörg. Ey lá í land-
suður undan landinu; fundu þeir
þar bjarndýr og kölluðu eyjuna
Bjarney, en landið Markland. —
Enn sigldu þeir tvö dægur og sáu
þá land; höfðu þeir það á stjórn-
borða. Þar var öræfi og strandir
langar og sandar. Á nesi einu
fundu 'þeir kjöl af skipi og kölluðu
því Kjalarnes, en strandirnar
nefndu þeir Furðustrandir, því
að langt var með þeim að sigla. —
Þá gerðist landið vogskorið, og' er
þeir höfðu siglt fyrir Furðu-
strandir, sendi Þorfinnur á land
tvö skozk lijú, er Ólafur Tryggva-
son hafði gefið Leifi og liétu Haki
og Hekja; þau hlupu dýrum skjót-
ara. Þau fóru í suðurátt og komu
aftur eftir þrjá daga og höfðu þá
með sér vínber og hveiti ósáið.
Iíéldu þeir áfram ferð sinni, þar
til er varð f jarðskorið. Þeir lögðu
skipunum inn á fjörðinn. Þar var
ey ein úti fyrir og voru þar
straumar miklir og um eyna,