Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 51
VÍNLANDSFERÐIRNAR.
31
á munn sér og þóttust ekki jafn-
sætt kent hafa sem það var. SíS-
an fóru þeir í sund það, er lá milli
eyjarinnar og ness þess, er norður
gekk af landinu; stefndu þeir í
vesturátt fyrir nesið. Þar var
grunnsævi mikið um fjöru og stóð
þar skip þeirra, en þeir komu því
þó upp í árósinn um flóð og síðan
inn í vatnið; þar köstuðu þeir
akkerum, báru liúðföt sín af skipi,
gerðu búðir og búast þar til vetr-
arsetu. Lax var í ánni og vatninu
og svo góður landkostur, að þeim
virtist, að ekki mundi fénaður
þurfa þar fóður á vetrum. Frost
komu þar engi og lítt rénuðu þar
grös. Meira var þar jafndægri en
á Grænlandi eða Islandi; sól hafði
þar eyktarstað og dagmálastað um
skammdegi. Að húsagerðinni lok-
inni skifti Leifur liðinu í tvo
flokka, skvldi annar jafnan gæta
húsa, en hinn kanna landið; þó
skyldu þeir aldrei fara lengra
burtu en svo, að þeir kæmi heim
að kveldi. En eitt kvöld var, að
Tyrkir suðurmaður, fóstri Leifs,
kom ekki heim og var farið að
leita lians og fanst liann loks
drukkinn af því að eta vínber!
Tíndu þeir nú vínber og hjuggu
vínvið og önnur tré, og fyltu þeir
eftirbátinn með vínberjum. Nefndi
Leifur landið Yínland. Héldu þeir
svo aftur til Grænlands og á þeirri
ferð bjargaði Leifur skipbrots-
mönnum og hlaut fyrir viður-
nefuið hinn liepni, en fyrir þeim
var Þórir, norrænn maður og er
kallaður maður Guðríðar Þor-
bjarnardóttur. Um veturinn eftir
þetta andaðist Eiríkur rauði, og
nú fýsti Þorvald Eiríksson að
kanna Vínland betur. Fékk Leif-
ur honum skip sitt, og sigldi hann
um sumarið með þrjátíu menn,
og dvaldi næsta vetur í Leifsbiíð-
um. Næsta sumar lét hann nokltra
menn fara á eftirbátnum fyrir
vestan landið og kanna þar. Yirt-
ist þeim landið fagurt og skógótt
og skamt milli skógar og sjóar og
hvítir sandar; þar var eyjótt mjög
og grunnsævi. Þeir fundu livergi
manna vistir né dýra, en í eyju
einni vestarlega fundu þeir korn-
lijálm af tré. Um haustið héldu
þeir aftur til Leifsbúða. Á öðru
sumri fór Þorvaldur fyrir austan
með kaupskipið og liið nyrðra fyr-
ir landið; rak 'þá í stormi upp á
annes eitt og brutu kjölinn; dvöldu
þeir þar og bættu skipið, en reistu
síðan kjölinn á nesinu og kölluðu
það Kjalarnes. Sigla svo þaðan
austur fyrir landið, og inn í fjarð-
arkjafta þá, er þar voru næstir,
lögðu þar að nálægt skógi-vöxnum
höfða. Á sandinum inn frá liöfð-
anum sáu þeir þrjár liæðir og
gengu þangað og fundu þar þrjá
liúðkeipa og þrjá menn undir
hverjum. Drápu þeir alla nema
einn, sem slapp undan. Seig þá
höfgi svo mikill á þá, að þeir sofn-
uðu allir, en eitthvert kall kom
vfir þá og vöknuðu þeir við það.
Sáu þeir þá ótal húðkeipa koma
inn eftir firðinum. Sló þá í bar-
daga við Skrælingjana, sem loks
flýðu, en Þorvaldur var þar særð-
ur með ör til baua. Grófu föru-
nautar hans hann þar og settu
krossa að höfði hans og fótum, og
kölluðu það þess vegna Krossanes.
Fóru síðan til liinna félaga sinna
(í Leifsbúðum), dvöldu þar um