Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 68
48
TIMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
varla komist inn í St. Lawrence
flóann, livað þá heldur farið svo
langt inn í fljótið. Hann hefði
aldrei farið vestur úr Belle Isle
sundi, því þar sést land á háðar
hliðar; liafi liann rekist inn á fló-
ann, hlyti það að hafa verið gegn
um Cabot sund fyrir sunnan New-
foundland, því að það er miklu
breiðara, en líklega hefði hann þó
þar fengið brátt kenning af landi
öðruhvoru megin og áttað sig. Eg
lield líka næst að ætla af sögunni,
að öll þrjú löndin, sem hún getur
um, hafi verið aðskilin af sjó, og
þv-í hafi þeir gefið þeim nafnið
land, en auðvitað er þetta ekki ein-
hlítt. En hvers vegria skyldu þeir
liafa farið að beygja vestur með
suðurströnd Labradors í istaðinn
fyrir að halda sér við Newfound-
land, sem þeir hlutu að liafa séð,
þegar þeir kömu í Belle Isle sund,
og í þá átt var þó líklegra að leita
Vínlandsins, er Leifur hafði kom-
ið að, og það má telja víst, að ein-
hverjir liafi verið með Þorfinni,
sem áður fylgdu Leifi. Að vísu
gefur frásögnin um Þórhall veiði-
mann, ef hnn er sönn, í skyn, að
þeir hafi verið í nokkurri óvissu
um legu landsins. Eftir vísunni
að dæma, er Þórhallur þó að eins
óánægður yfir því, að þeir fundu
ekki strax Vínland, og notaði það
sem ástæðu til þess að snúa heim.
En ólíklegast er þó það í þessari
skýringu Steensby, að þeir Þor-
finnur hafi setið heilan vetur í
Montmagny og ekki kannað land-
ið svo vel, að þeir uppgötvuðu, að
þeir væru í fljóti en ekki firði. Ef
þeir hefðu farið einungis fáar míl-
ur lengra upp eftir, hefðu þeir
fundið hvers kyns vatnið var, og
ekki mundi sagan liafa gleymt að
segja frá því.
Reyndar er það ekki í fvrsta
skifti, að reynt er að leita Vín-
lands inni í St. Lawrence flóanum.
Fyrir eitthvað tuttugu árum liélt
M. F. Hawley, biskup á New-
foundland, því fram í ritgerð,* að
Helluland væri við Point Riclie
norðarlega á vesturströnd New-
foundlands, Markland sé Magda-
lenueyjarnar, en Vínland liggi
við .Miramicliifjörðinn. Astæður
lians eru harla léttvægar og virð-
ist ekki ástæða til að fara frekar
út í þær hér. Og sama árið sem
Steensby kom fram linéð sína
kenningu, gaf einhver dr. Andrew
Fossum út bók í Minneapolis, The
Norse discovery of America, og
snýst hún að miklu leyti um St.
Lawrenceflóann. En hann beitir
líkri aðferð og Hovgaard, tekur
bæði söguna og þáttinn gild, og
fær svo tvö Vínlöndin, annað, sem
þeir Leifur og Þorvaldur fóru til
eftir þættinum, langt inni í St.
Lawrence fljótinu, en liitt, sem
Karlsefni fann á austurströnd
Newfoundlands; hann livggur, að
bæði Straumsförður og Hóp hafi
verið þar, en Kjalarnes, Cape Nor-
man, norðuroddinn á Newfound-
landi. Höfundur er drjúgur yfir
því, að allir hafi áður misskilið
hugmynd fornmanna um iöndin
kring um Grænland, en það situr
illa á gutlara, eins og liann virðist
vera í jiessum efnum, að bregða
mönnum eins og Storm um van-
*) “Vinland vindicated”, I Proceedings
and Transactions of the Royal Society of
Canada. 2nd Series, Vol. IV, 1898, Sect. II,
bls. 77—79.