Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 77
ISLENDINGAR VAKNA.
57
það fast, að draga fasteignir und-
ir kirkjur og klaustur, og varð svo
vel ágengt í þeim efnum, að 1525
er gizkað á, að kirkjan hafi átt
aðra hvora jörð í Hólahiskups-
daani. Hver hnignun það hafi
verið fyrir landbúnaðinn og sjálf-
stæði bænda, er hægt að ímynda
sér. —
Biskupastólarnir og klaustrin
voru aðál' menningarsetrin í land-
inu. 1 klaustrunum voru Islend-
ingasögur og Konungasögumar
skrifaðar upp, hvað eftir annað,
og án þeirra liefðu hinar fornu
gullaldar-bókmentir gleymst. Það
sem kirkjumenningin sjálf lagði
til íslenzkra bókmenta, og ritað
var í klaustrum og af klerkum
þess-utan, voru mest helgimanna-
sögur og kvæði um lfelga menn, og
annálar. Þótt annálar frá þeim
dögum verði tæpast vegnir upp
með gulli, þá er þó afturförin stór-
kostleg. Þjóðarmentun, sem fra
riturn Snorra Sturlusonar og ís-
lendingasögum hefir lækkað sig
niður til að semja annála og lielgi-
mannasögur, á skamt til sólarlags.
Þó voru þetta merki um það, að
eitthvert líf leyndist m'eð henni.
En svo kom Svartidauði 1402 og
síðari plágan 1492—5, sem fækk-
aði landsmönnum um helming í
hvort skiftið, eða því sem næst, og
tók einkum og sér í lagi klerka og
lærða menn, sem allstaðar voru
sóttir til að þónusta sjúka. Síðari
plóg?an gjöreyddi staðinn í Skál-
holti þrisvar að lærðum mönnum.
Þjóðinni blæddi til ólífis í plágun-
um. Þeim liöndum, sem unnu að
kvikfárrækt og fiskiveiðum, hafði
fækkað stórlega. Kraftur þjóðar-
innar var horfinn, og eignir henn-
ar urðu verðlausar. Andlegu leið-
togarnir voru dauðir, og dauða-
dvala svefn færðist yfir alt fram-
kvæmdalíf og audlegt líf Islend-
inga. Islenzka þjóðin var sofnuð,
og kirkjan notaði sér af verðfalli
fasteigna til að útvega sér jarðirn-
ar til kaups eða að gjöf, og þaðan
stafaði veldi hennar, þegar lands-
mönnum fór að fjölga aftur.
ÍII. Svefnrof.
Þrátt fyrir þjóðarsvefninn vakna
þó stórmenni landsins tvisvar
frá 1500 til 1760. 1 fyrra skiftið
er það fall kaþólsku kirkjunnar,
sem vekur atgjörðadjarft stór-
menni til framkvæmda, og í hitt
skiftið er það lúterska trúin, sem
vekur sigrihrósandi tvo andans
menn og gefur anda þeirra ljóma,
seim nú enn í dag lýsir skæran.
Fyrra skiftið var það Jón biskup
Arason, sem reis upp og liófst
handa tiL þess að verja trúna og
liið pólitiska sjálfstæði landsins.
Jón Arason var íslenzkari en nokk-
ur Islendíngur, og í ríkisráði Nor-
egs var hann norskari, en nokkur
Norðmaður. Hann var skáld gott
og einkennilegt. Hver setning,
sem höfð er eftir lionum, og því-
nær hver vísa, sem til er eftir
hann, vekur sömu tilfinningar hjá
manni eins og maður sjái gamm
slá með 'stálkló niður í klett. Tvö
síðustu árin áður en hann var
“dæmdur af danskri slekt” til
dauða, vakti liann upp Sturlunga-
öldina aftur, fór með her manns
yfir og lagði Skálholtsstað undir
sig, og ávalt hafði hann lög að
mæla, segja lögfræðingar vorra