Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 80
60
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
að yfir íslenzkri ljóðlist við lát
þjóðskáldsins.
“Hásir gæsarómar” áttu þó
•ekki að suða lengi einir saman.
Bjami Thorarensen kom heim
hingað 1811, og var byrjaður að
yrkja áður en hann kom heim ór
siglingu, og Jónas Hallgrímsson
var þá 12 ára og gekk til prests í
Bægisársóknum. Bjarni Thorar-
ensen lézt 1841, en Jónas Hall-
grímsson 1845. Bjarni var stór-
fengilegt skáld, íslenzkur í liúð og
hár, oft er hann talinn framhald
af Eggert Ólafssyni, en er það
ekki. Stór-töfrar íslenzkrar nátt-
úru og hetjumyndirnar úr sögun-
um hafa gjört hann að skáldi, og
skapað hann í sinni mynd, það er
að segja í þeirri mynd af hvoru-
tveggju, sem hann vildi helzt sjá.
Bjarni var mikill en lítt slípaður
demant, sem mun kasta geislum
yfir íslenzka ljóðlist langt fram á
ókomnar aldir, live nær sem hann
er tekinn upp. Hingað barst fyrir
nokkru sú 'smásaga af Se'lmu Lag-
erlöf, að hún læsi aldrei nema eitt
einasta kvæði, og 'það væru Sig-
rúnarljóð Bjarna Thorarensens.
Bæði útlend skáld og innlendir
menn finna til þessara risavöxnu
og sérkennilegu hugmynda, sem
framar öllum öðrum skáldum
bregður fyrir hjá honum. — Jónas
Hallgrímsson er annað þjóðskáld-
ið frá sama tímanum, sem átti að
fylgja þeirri köllun, að endurreisa
íslenzka ljóðlist. í skóla “Fjöln-
ismanna” — en hann var einn af
lielztu höfundum “Fjölnis” —
hafði hann lært málið, ef lionum
var ekki tilfinningin fyrir því með-
fædd gáfa. Hann yrkir hvert
kvæðið öðru fegurra, og á máli,
sem englarnir að líkindum tala,
þegar þeir tala íslenzku. Hann
yrkir “kvæÖin ljúfu, Iþýðu”, sva
að allir lesa þau með unun, og eng-
inn seinni aldar maður hefir kveð-
ið á íslenzka tungTi með annari eins
snild og þýðleika. Margur, sem
fer yfir ísienzkar bókmentir í hug-
anum, hneigist að því að líkja
Bjarna Thorarensen og Jónasi
Hallgrímssyni til Goethe og Schil-
lers á Þýzkalandi, og að þeir séu
u])pií afsm ennirnir að því að vekja
íslenzka ljóðlist af dvala.
Eftir 1830 tóku rithöfundar
mjög' að hreinsa má'lið og’ voru þeir
þar fremstir í flokki Konráð Gísla-
son og Sveinbjörn Egil'sson. Hinn
síðari sneri hetjukvæðum Hómers
á íslenzku, og orti þess utan. Áð-
ur en Jónas Hallgrímsson dó, var
Grímur Thomsen byrjaður að
yrkja, en orti lítið framan af, ef
dæma skal af því, sem kom út eftir
hann. Iíann var alíslenzkt skúld
og' einkennilega liugfastur við alt
íslenzkt, svo ekkert skáld síðari
tíxna hefir tekið honum fi*am.
Hann hefir ekki gert nein heildai'-
verk, fremur en Bjaimi eða Jónas,
en um tíma lærði allur þorri fólks
hvert kvæði utan áð, sem frá hon-
um kom á prent. 1848 skrifaði Jón
Tlioroddsen “Pilt og Stúlku” á
iitlu kvistherbergi í Höfn, og
samdi þannig fynsta heildarrit
frumsamið í nýjum íslenzkum bók-
mentum. Jón Thoroddsen orti
mikið af kvæðum. Eitt af þeim,
“Ó, fögur er vor fósturj'örð ”, er
fyrir löngu orðið þjóðsöngur, og
sungið við flest tækifæri. Ljóða-
gerð Jóns Thoroddsen er óvenju-