Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 82
62
TIMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
skáldið, sem ber af öllum öðrum.
Miilli 1860 og' 1870 kom fram
Kristján Jónsson, og- kvað mikið
að ljóðum lians, sem flest eru g'erð
af snild. Kvæðin hans eru þung-
lyndisleg eins og- var æfi hans;
hann andaðist 26 ára gamall 1869,
að líkindum löngu áður en liann
náði ful'lum þroska og framförum.
— Um 1880 komu enn fram þrjú af
skáldum vorum, þeir Gestur Páls-
son, Einar H. Kvaran og Hannes
Hafstein. Gestur Pálsson ritaði
aðallega stuttar skáldsögur, sem
öi'lum eru kunnar fyrir það, hve
vel þær eru skrifaðar; mjög kennir
þar kaldhæðni og svartsýni á lífi
og mönnum. Formið var slípað og
fínt og byggingin svo góð, að eng-
inn ritdómari mun nokkurn tíma
liafa gjört tiiraun til að liafa ofan
af þeim skóinn. Hannes Hafstein
varð eitt af okkar mestu ljóðskáld-
um, og- hjá Einari Hjörleifssyni
Kvaran átti móðins sagnakveð-
skapur að ná upp á efsta hjallann,
sem hann liefir náð. Þeir eru
livor um sig einir mestu rithöfund-
ar vorir, annar á ljóðum og' hinn á
mæltu máli. Einar H. Kvaran
hefir þess utan samið tvö leikrit:
“Lénharður fógeti” og “Syndir
annara. ’ ’
Litlu síðar en þessir menn
byrjuðu að yrkja og rita, fór Þor-
steinn Erlingsson að yrkja. Hann
kom að eins fram sem ljóðskáld,
og það er hann, sem hefir ort svo
vel ferskeyttar vísur, að þær mega
heita komnar aftur upp á háborð-
ið hjá Islendingum. Eitt heildar-
verk, “Eiðurinn”, var Þorsteinn
Erlingsson að semja, áður en liann
dó, og lauk að eins'við fyrra hluta
þess. — Guðmundur Guðmundsson
orti fjölda af ljóðkvæðum. Af
hans verkum er “Priður á jöi’ðu”
heildarverk. Hann einkendi sig
frá flestum öðrum með fínum
kvæðum og fögru þýðu máli, og'
svipaði að því leyti til Jónasar
Hallgrímssonar. — Guðmundur
Magnússon var afkastamikill' rit-
höfundur, og lagði margt á gjörfa
hönd. Hann orti ljóð og liann
samdi sorgarleikimi “Teitur”
lauskveðinn (blank verse) og
“Dóttir Faraós”. Hann skrifaði
mikið af sögum, bæði stuttar skáld-
sög'ur og langar. — Báðir þeir
nafnar létust í fyrra vetur, Guð-
mundur Magnússon úr spönsku
veikinni og Guðm. Guðmundsson
úr afleiðingum liennar.
Meðan öll þessi fyrtöldu skáld
og' rithöfundar sömdu rit sín, sem
aðallega voru veraldlegs efnis,
var kirkjusálmabókin endurskoðuð
og bætt svo vel, að betri sálmabók
munu Islendingar aldrei liafa átt
áður, og má einkum þakka það
séra Valdemar Briem og- Mattliíasi
Jochumssyni. Auk þess orti séra
Valdemar Briem stórt heildarverk
í tveim bindum, sem eru kveðin út
af heilagri ritningu og heita
“Biblíuljóð”. Þar boma enn einu
sinni fram helgiljóðin, sem var svo
títt að yi'kja á fyrri öldum.
Eitt af vorum stærstu Ijóðskáld-
um er Einar Benediktsson. Ljóð-
mæli hans eru nú orðin þrjú bindi.
Þau eru öll einkennileg fyrir
sterka liugsun og óvenju vald yf-
ir íslenzkri tungu. Ekkert ís-
l'enzkt skáld liugsar, vekur og- mót-
ar eins margar hugsanir og Einar
Benediktsson. Hann er stundum