Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 85
ÍSLBNDINGAR VAKNA.
65
ann, sem var í livort skiftið að
eins einn einasti maður, sem bæði
var forsætisráðherra hjá sjálfum
sér og konungur um leið. 1917 var
ráðherrunum fjölgað svo að þeir
urðu þrír, og í desemlber 1918 gekk
í gildi samningurinn um samband-
ið milli Islands og Danmerkur,
sem er konungsamband eingöngu,
eða “personal union”. Með þeim
samningi er Is’land lcomið í tölu
fullvalda ríkja.
1 pólitíkinni hafa íslendingar
lialdið sömu stefnu frá því 1851 og
til 1. desember 1918, og unnið góð-
an sigur. Það var meira en vana-
legur atburður fyrir menn, sem
höfðu verið vitandi vits mestan
liluta þessara 67 ára, að sjá Is-
landsfánann dreginn á stöng á
stjórnarráðsbyggingunni og heyra
danska herskipið skjóta af fall-
byssum sínum til að lieilsa hinu
fullvalda ríki. 67 ára hvíldarlaus
barátta var til lykta leidd, og frið-
urinn var sarninn.
Meðan deilan stóð, höfðu bók-
mentir landsins blómgast svo, sem
að framan er sýnt. Islendingar
voru búnir að afla sér mikils f jár,
en þá vantaði fólk; það fer svo
allsstaðar þar sem miklir fólks-
flutningar hafa verið til annara
landa. Allar listir voru í fram-
þróun. Myndhöggvara listin átti
einn frægan myndhöggvara, og
einn ef ekki tvo aðra upprennandi
listamenn í þeirri grein. Leiklist-
in átti 3 eða 4 sanna listamenn og
konur í sinni grein. 1 málaralist-
inni voru tveir víðkunnir málarar,
°g ýmsir upprennandi að auki.
Músíkin átti tvö eða þrjú þekt tón-
skáld, og aðrir eru að sigla upp í
kjöifarið. Landið átti sportsmann,
sem hafði borið nafn þess víðs-
vegar með sér um heiminn, og
fjölda ungra manna, sem iðkuðu
þær íþróttir. Islendingar voru
vaknaðir af svefninum langa í
flestum greinum og gengu heim
til sín um daginn með glaðvakandi
meðvitund um sjálfa sig og ætt-
jörðina.
-o
SVAR BLLINNAR.
Eftir Guðrúnu skáldkonii hórSardóttur.
frá Valsliamri.
Hefi eg hvorki hár né tönn,
Holds er burtu litur,
Nístir mig í ógnar önn
Elli kaldur þytur.
Þröng er leiö á þyrni stig,
Þrymur rauna bára,
Sannarlega séröu mig
Sjötígi og fjögra ára.
Fellur í stormi fúin eik,
Færist á mig dómur,
Líöur senn á lífsins kveyk,
Lampinn fjörs er tómur.
Hefi eg það í hljóði lágt,
Horfir fæzt til þrifa,
Eg á stundum býsna bágt
Að berjast við að lifa.