Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 86
Vilhjálmur Stefánsson
Þótt kunni’ eg ei Varðlokk að kveða,
er kynnir þær náttúrur lands.
sem happfróðir söngvarar seiða
til samtíðar spákonuranns,
þá syng eg þig, Vilhjálmur, sjálfan,
fyrst sjálfs er ei kunnáttan nóg,
því þú ert það kjarnbezta kvæði,
sem Canada’ og ísland til bjó.
Vér möttum í munnmæla sögum
hvern manndóm — ei erfðavöld há:
livern karlsson og konungsson jafnan,
ef kostirnir stóðust þar á.
Vér unnum þeim æfintýrs sveini,
sem æskunnar starfrækti þrá.
í fátækra flutningnum vestur,
var fluttur sá draumur um sjá.
Við Huldá í Hvammrjóðri smáu,
og hringgirtu’ af Ný-lslands skóg,
í bjálkhýsi frumbyggja fæddist
vor fagnaðsspá — óskrifuð þó:
Vor ósksveinn í æfintýrs draumum,
sem erfði’ alla norðursins von. —
Úr þjóðbroti Þoi’finns, á ströndum
Hís þjóð vorri heimsfrægur son.
Frá skotbakka lista og leikja
á langskip í víking þú fórst.
Þín heppni, þinn liugur, þinn þróttur
í Hrafnistu ættina sórst.
Og byrinn að óskum þú áttir
og örvar, sem leituðu máls.
Bn ef, að þær þrjár gátu’ ei orkað,
þá áttirðu steinskeyti karls.