Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 88
Snjór.
Eftir Kristinn Stefánsson.
Veðrið er gott.
Himininn er heiður, svo lieiður,
að eg sé einungis ofurlitla ský-
hnoðra, sem líða norður himin-
hvolfið með hægum, jöfnurn lrraða
þangað sem öll hin skýin hurfu.
“Norður líður aldan öll.”
Eg liorfi á norðurför þessara
litlu, ljósu himinfara.
Þeir eru eins og leifar af út-
deyjandi kynslóð.
“Fáir, fátækir, smáir”, þýtur í
andvaranum. —
Tunglið er komið hátt á loft.
Fult og glóbjart horfir það niður,
af hinum hláu svölum sínum, yfir
horgarinnar margvíslegu og mis-
litu húsaraðir. Það skín líka á
víðáttumiklu mjallarflötina um-
hverfis mig, eins langt og augað
eygir.
Hvíti, hreini Snjór!”
Mér er vel við þig, þó suiriir
kalli þig landsins ókost.
Fólkið segir æfinlega, þegar þú
kemur fyrst á haustin: “Æ, nú er
farið að' snjóa!” 0g svo fer um
það hröllur, er það hugsar til þín;
en það vonast þá til svo góðs af
sólunnni, að hún reki þig á lancl-
flótta, í burtu; “rótt núna,” segir
])að. Þú komir of snemma, þú
hljótir að fara burtu. Þinn tími
sé enn ekki kominn. Þetta sé hara
frumhlaup af þér.
Ekki hefir nolíkrum orðið að
vegi að leggja þér liðsyrði.
Engan heyri eg tala um það,
hversu heilsusaimleg er koma þín.
Enginn minnist þess, liversu þú,
úr liiminhæð þinni til jarðarinnar,
ert hreinn og hvítur eins og sak-
leysið.
Hreini, hvíti snjór!
Þú brúar forarflæmið með sjálf-
um þér, grásvarta leðjuna, þar
sem fólkið öslaði og bar blýþunga
leirsoppuna á fótunum út á grænu
rindana, sem regndropinn og sól-
argeislinn höfðu kepst við að
skrevta, svo borgarhörnin fengí
frétt um vorkomuna.
Nú sjást þar engin óhrein spor.
Þú hefir um tíma gersamlega
hulið þau.
Hreini, hvíti Snjór!
Þú dregur eiturmagnið úr sótt-
kveikju efninu í jóþrifahælunum,
því þá sjaldan að þar er einhver
smuga opin, andar þú þar inn
svölu og lífgandi vetrarloftinu.
En — hvíti, hreini snjór!
Það er til for, sem þú getur ekki
brúað, og spor, sem þú getur ekki
hulið.
Bráðum fer þú nú að kveðja
okkur hérna á láglendinu.
Dóttir Mundilfara gaJmla verð-
ur ekki í rónni, fyrr en þú býst til