Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 90
Island fullvalda ríki.
Eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
raglTJÓRNFBELSIS - barátta
jÁjgj) íslendmga byrjar aðallega
fyrir rúmum sjötíu árum.
Fyrsti vísirinn til viður-
kenningar rétti, Mendinga frá
Dana kálfu, má telja iþað, er Dana-
konungur gaf út opið bréf 23. sept.
1848, að e’kkert skyldi verða álcveð-
ið um stöðu Islands í ríkinu, fyr
en kallað hefði verið saman þing
á íslandi til að ræða það mál.
Islendingar voru þá svo lieppnir,
að eiga slffkan foringja, sem Jón
Sigurðsson var, sem gæddur var
þeim kostum, að liafa sameinaða
afbragðs vitsmuni og þekkingu,
■og drengskap og óeigingirni, sem
aldrei brást. Barátta iians fyrir
réttindum og framför íslenzku
þjóðarinuar, er svo alkunn, að um
bana er óþarft að fjölyrða. Hon-
um auÖnaðist, áður en bann féll að
velii, að leiða stjórnfrelsis mál ís-
lendinga til svo mikils 'sigurs, að
afþingi ibafði þá fengið f járforráð
og löggjafarvald í þeim málum, er
viðurkend voru 'sérmál Islands.
Eftir Jón Sigurðsson látinn tók
Benedikt sýslum. Sveinsson við
fornstu í stjórnarbaráttunni, um
1880, og liélt henni til dauðadags
(2. ág. 1897). Iíann barðist fyrir
því, að fá innlenda stjórn og land-
stjóra á Mandi, er bafði umboð
konungs. Á þeim tíma komu frarn
ýmsar aðrar -stefnur í 'þessu máli,
svo sem “miðlunin” 1889, er þeir
börðust fyrir, Páll og Eiríkur
Briem og Jón Ólafsson. Vildu þeir
baga .sambandi íslands og Dan-
merkur sem líkast þvff, er samband
Canada og Englands er. Og 1895
kom Dr. Valtýr Guðmundsson
fram með nýja stefnu, sem kom til
umræðu á allþingi 1897; lagði sú
stefna mesta áberzlu á, að skipað-
ur \-æri sérstakur ráðlierra fyrir
Island, bxísettur í Kaupmanna-
böfn, er skildi og talaði íslenzka
tungu og mætt gæti á alþingi. En
bin önnur deiluatriði vildi baun
láta bíða betri tíma.
Afleiðing af öllum þessum stefn-
um varð ,sú, að stjórnin var færð
inn í landið árið 1904, og skipaður
•sérstakur ráðgjafi, með fullri á-
byrgð fyrir alþingi og l)úsettur á
tslandi.
Arin þar á eftir konm fram ýms
merkileg atriði, sem eflaust liöfðu
óbrif á það að lirinda sjálfstjórn-
ar-málinu áfram, svo sem heimboð
íslenzkra alþingismanna til Dan-
merkur 1906, og lieimsókn kon-
ungs og danskra þingmanna til ís-
lands 1907, skipun binnar dansk-
íslenzku isanibandslaga - nefndar
sarna ár, og tilraunir til að semja
ný sanibandslög, sem af þvá leiddu.
Fram að 1904, þ-egar stjórnin var
færð inn í landið, var stjórnfrels-
is-baráttan báð á þeim ginndvelli,
að Island væri “óaðskiljanlegur
bluti Danaveldis, með sérstökum