Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 95
ISLAND FULLVALDA RÍKI.
75
boðsmenn á íslandi, alt á kostnaÖ
landsmanna. Verzlunararðurinn,
sem skifti miljónum, rann allur út
úr landinu. Og allur flutnings-
kostnaður á vtorunuin til landsins
og frá því, rann í vasa útlendinga,
en lamdsmenn box-guðia liann í
vöruveröinu.
Samgöngurnar frá xxtlöndum
voru þannig, að þaÖ kornu skip til
liverrar verzlunar liaust og vor,
o g einstöku lausakaupmaÖur á
sumrum. Skip, sem fluttu ]xóst,
fcomu aÖ eins til Reykjavíkur
nokkrum sinnum á ári, á vetrum
aÖ eins einu sinni eÖa tvisvar.
Engar skipaferðir kringum landið.
PóstferÖir mjög strjálar og aÖeins
milli landsfjórðunga, þar til síð-
ustu árin. Það, sem gei’ðist í
heiminum, fréttist því víða á land-
inu ekki fyr en eftir hálft eða lieilt
ár. Jafnvel það, er gjörðist inn-
anlands Mka, fréttist litlu fyr. —
Vegabætur voru mjög litlar og lé-
legar, og engin af öllum stórám á
landinu var brúuð, nema Jökulsá
á Fljótsdalshéi-aði; yfir þær varð
að fara á fei-ju og sundleggja hest-
ana, hvernig sem veður var.
Nú skuium við snúa okkur að á-
standinu á íslandi, eins og það er
nú. 0g líta. þá fyrst á landbún-
aðinn. 1 honum eru framfaravon-
ir minstar og þó töhxverðar, og
ekki sízt það, að nú liafa opnást
augu þjóðarinnar fyrir því, hvað
g'jöra þurfi og hægt sé að gjöra
iandbúnaðinum til eflingar, og þá
er stói-t spor stigið, því allri fram-
kvæmd þarf að fylgja fyrirhyggja
og trú á málefnið, ef vel á að fara.
—Víða er og á landinu byrjað á
töluverðum verklegum framförum
í iandbúnaði. Túnasléttun víða
byrjuð að mun. Giirðingar í'eistar
um tún og engi, víða úr stálvír.
Vatnsveitingar byrjaðar á nokki’-
um stöðum, og á einum stað, í Fló-
unum í Árnessýslu, er verið að
koma af stað vatnsveitu, sem áætl-
að er að kosti svo miljónum skifti.
—Farið er og að nota nokkuð vél-
ar, bæði til plæginga og heyskapar,
þó skarnt sé á veg komið að nota
þær—skemur en skyldi—, og vanti
eflaust bæði þekkingu og verklægni
til þess að liafa þann hag af ])eim,
sem liægt er. — Bíinaðarfélag er
nú stofnað fyrir alt landið, sem
hefir á hendi alíar meirilnittar
framkvæmdir í búnaðarmálum;
hefir það í sumar eð var sókt urn
st.yrk til alþingis, landbúnaðinum
til eflingai', að upphæð úr milj.,
og mun það vera nærri eins mikið
og veitt var á ári til alli'a fram-
fai'a fyrirtækja, fyrst eftir að
þjóðin fékk fjárforráÖ.
Til sönnunar því, að töluverð
framför sé í landbúnaði, ætla eg
að trlfæra nokkur oi*ð úr bréfi, frá
einum góðkunningja mínum á
Austurlandi: “Á þessum 17 ár-
um, síðan þú fórst, hefi eg bygt
tvílyft steinsteypuhús, með góð-
um kjallara undir, sléttað alt
túnið og girt það með gaddavír;
—og ýmislegt fleira smávegis hefi
eg kostað til umbóta. Samt er eg
skuldlaus og á dálítið “til góða’’
við ýmsar verzlanir. ” — Eg vona,
að þetta sé ei einsdæmi. Þegar eg
fór, var maður þessi alls ekki rík-
ur. En er kygginn og duglegur.
— Þetta sýnir, livað hœgt er að
gera á Islandi í landbúnaði.
Sjávarútvegurinn hefir umskap-