Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 98
TIMARIT hJÓÐRÆKNISFÉLA GS ISLBNDINGA.
78
gjöra sér vissa von um mikla fram-
för á 'komandi tíma í þeim efnum,
jafn auðugt land sem Island er að
vatnsafli.
Andtegar framfarir eru jöfnum
höndum á Islandi. Skólum hefir
fjölgað, háskóli verið stofnaður og
ekki sízt má það framför telja, hve
margir hinna yngri manna snúa
nú inn á þá braut, að læra verk-
fræði. Bókagjörð hefir stórum
aukist og fleira komið fit af bók-
um, sem hafa ‘ ‘ praktiska ’ ’ þýðing
fyrir verklega menningu þjóðar-
innar.
Af þessu, sem liér hefir verið
sagt, þó lauslega sé yfir farið, má
sjá það, hve stórkostlega þjóðeign-
in hefir aukist, þó miklar skuldir
hvíli á þjóðinni. Eg hefi einhvers
staðar séð það, að þjóðin eigi um-
fraan skuldir ellefu miljónir. Hugs-
ið yður, lesiendur góðir, livers virði
er alt símakerfið, verzlunar- og
siglinga-flotinn. vitarnir og hafn-
argerðirnar, allar vegagerðirnar
og hrýrnar, og steinhúsin og f jölg-
un húsa í kaupstöðum, raflýsing-
arnar og verkstæðin, og margt
fleira mætti telja. Ilugsið yður,
hver þjóðargróði það er orðinn,
og verður þó meiri í framtíðinni,
að nú rennur inn í landiÖ margra
miljónagróði af verzluninni, og
talsvert af flutningsgjaldi og far-
gjaldi, sem áður rann alt í vasa
útlendra auðmanna, og auk þess
liafa nú fjöldi Islendinga atvinnu
við verzlun og siglingar, sem fáir
höfSu áður. Alt þetta hendir á,
að það er að eflast og þroskast hjá
íslendingum, hæði í hugsun og
framkvæmd, að “ísland sé fyrir
Islendinga”, en hætti að vera
mjólkurgripur stærri þjóða.
Eg hefi verið svona fjölorður
um þetta, til að reyna að vekja
gleggri hugsun Yestur-lslendinga
um það, hver breyting í hetri átt er
orðin á þjóðhögum Islendinga,
frá því sem áður var. Eg vona
samanburðurinn, sem hér er sýnd-
ur, þó lauslegur sé, s'kýri það að
nokkruyoig svo hjá|lpar eflaust
mörgum til að sjá mismuninn ýms-
ar endurminningar þeirra um það,
sem áður var. Vel veit eg það, að
margt er í ólagi á íslandi enn.
Margir eiga þar við fátækt að
stríða. En hver er sú þjóð, sem
ekki hafi þá sögni að segja? Og eg
vil endurtaka það: Allar þessar
framfarir liafa byrjað og þrosk-
ast á því tímabili, sem liðið er síð-
an íslendingar fengu fjárforráð
og löggjafarvald. Á fyrsta tíma-
bilinu, frá 1874 til 1904, voru bank-
arnir stofnaðir, vegagjörðir mikl-
ar og brúargjörðir, þilskipaflotinn
aukinn o. fl. En eftir að stjórnin
færðist inn i landið 1904, komu
stcerri fyrirtækin til sögunn-
ar: botnvörpunga flotinn, síma-
byggingin, hafnargjörðirnar, auk
framhalds á vegagjörSum, brúar-
gjörðum, vitabyggingum o. fl. —
Þessar framfarir eru eðlileg af-
leiðing af auknu þjóðfrelsi, því
aukiÖ frelsi færir ætíð með sér
aukna ábyrgðartilfinning, sem er
ein sterkasta lyftistöng, hæði ein-
stakingum og heilum þjóSum, sem
nokkuð er í spunniÖ, til að efla
framtákssemi, starfsþrótt og víð-
sýni. Og þegar hvert spor, sem
fslendingar liafa færst áfram
hingað til á sjálfstjórnarbraut-