Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 100
Haustraddir.
Eftir Henry van Dyke.
Þegar andi hanstsins kossi’ um kinnar mér
köldum fer,
þegar sumarblómin fögru fölna’ í röð —
falla skrælnuð' blöð, —
gegnum moldar gljúpa þræði, er glóey spann,
geigur rann;
jörðin sjálf, er gróður bar um ár og öld,
andar þungt í kvöld.
Þar, sem blómin spruttu í röðum, rauð og blá,
runnuan hjá,
liggur stígur yfir grasi gróinn völl —
geymir sporin öil,
geymir raddir liðins tíma, tár og sár,
töpuð ár,
glæsta drauma, æskuvona dauðadóm,
dáin vorsins blóm.
Samt liin dapra minning ei mér eykur harm,
en í bann
vekur stvrk, er svnist finna fróun þrá
fortíð bjartri hjá, —
og eg man hve auðan margur átti veg,
eins og eg,
og að angurvakinn liaustsins liugar blær
heim til allra nær.
Ö, hve mörg var allra ]>eirra eftirsjá —
ófylt þrá,
og live heit mörg bæn um aukið afl og styrk
eftir sporin myrk.
Eg hef troðið út og fram liinn auÖa stíg
ei fvrir gýg,
því mér slíkrá manna runnnið reynslu skeið
rauna stytti leið.