Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 101
TÓNSNILLING URINN.
81
Mannkynssorgin dunar eins og öldusog
út um vog;
þó oss hljómar ávalt lífs vors inn við naust
einhver hlýi'eg raust.
Ef þú vilt mig leiða, vina, lífs nm braut,
lóttist þraut, —
þeir, sem ljúft er annara’ að létta eymd og höl,
eiga á samhug völ.
Gísli Jónsson-
T ónsnillingurinn.
Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson.
AXGT úti í löndum hjá
þjóð, sem önnur voldugri
liafði öldum saman niður-
nítt, fæddist liann.
Frá forfeðrunum löngu dánu,
sem voru frjálsir menn í frjálsu
landi, erfði hann sálina og sögu
þeirra með, en búningTirinn var
samtíðarinnar, sem ól hann.
Þegar hann var fulltíða maður,
elskaði hann tvent, þjóðina sína og
hljóðfærið sitt; en eitt var sem
hann hataði—þjóðina miklu, sem
í blindri drotnun sinni fótum tróð
fólk hans og land.
Nótt eftir nótt snertu hendur
hans hljóðfærið, og frá djúpi þess
risu þungar stunur — angistar-óp
þjóðhjartans, ummjmduð í harm-
lög listamannsins.
Þjóðin hans lærði lögin, og hún
grét, en vissi ekki hvers vegna, því
hún var ekki vakandi og þekti ei
lengur hjarta sitt. Og hún notaði
sorgar lögin við útfararsáhnana.
Dag eftir dag sat hann við
hljóðfærið og hugsanir hans fóru
herför — syngjandi sigurför móti
óvinum þjóðar hans. Ilann sá
herveldi fjendanna eyðast og víg-
in mölbrotin og þá sjálfa flýjandi
burt úr landi sínu — langt, langt
inn í afkyma lands þeirra. Stór-
skotadrunur og bardagagnýr frá
sigrandi þjóðinni hans, barst út
um allan heiminn—-lengra, lengra;
hærra, hærra — sjálfur guð hlust-
aði og horfði með velþóknun á hið
réttláta frelsisstríð þjóðar hans.
Og hljóðfærið bergmálaði hugs-
anir hans — hin tryldu liergöngu-
lög liins trylda frelsisstríðs. En
hvað hafði sofandi þjóðin hans
með þau að geral Þau mundu að
eins orsaka máttvana uppreist hér
og þar, sem af sér leiddi blóðsút-