Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 112
92
TIMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
þar alla mína æfi, en samt vil eg
alt af vera Islendingur. ”
“Okkur þykir vænt um, að þú
ert íslenzkur,” sagði Lóa. “Og
viS skulum aldrei gleyma þér.”
“Eg skal aldrei glevma vkkur,”
sagði Karl litli. “Eg skal aldrei
gleyma Islandi; og eg skal aldrei
gleyma íslenzkunni. — Verið þið
nú blessuð og sæl! Og gleðileg
jól!”
“Vertu blessaður og sæll!”
sögðu systkinin. “Við biðjum
lijartanlega að lieilsa öllum ís-
lenzkum börnum í Ameríku. Þús-
und þakkir fyrir að koma til okk-
ar! Og gleðileg jól! ”
Og svo fóru börnin ofan kaðal-
stigann og gengu inn í torfbæinn.
En loftskipið hóf sig hátt upp
í liimingeiminn og lielti jólageisla-
flóði yfir Reykjavík og alt Island.
0g Vestmanneyjar, Grímsey og
aðrar eyjar kringum landiÖ, fengu
fvllilega sinn skerf af þeim góðu
geislum.------—
•o-
Æfintýr
Eftir FEDOR SOLOGUB
VEGURINN OG LJÓSID.
Einu sinni voru nokkrir menn á ferö,
eftir löngum héraösvegi, meö hesta og
vagna. En silfurbjarmi stjarnanna var
eina ljósiö, er vísaöi þeim veg. —
Nóttin var löng, en feröamennirnir
voru vanir myrkrinu og gátu því ávalt
greint ójöfnurnar og hlykkina á veg-
inum.
Einum þeirra fanst vegurinn aldrei
ætla aö taka enda og mælti hann því til
félaga sinna:
“Ættum vér ekki aö kveykja á luktun-
,um, til þess að sjá betur vegarskil ?
Klárarnir veröa viljugri og þar af leiðandi
náum vér áfangastaðnum fyr/’
Hinir trúðu honum allir, kveyktu sam-
stundis á luktunum, brutu jafnvel stórar
greinar af trjánum og notuðu að blysum.
Sumir kveyktu í grasinu við veginn, til
þess aö auka 'birtuna sem allra mest.
En nú hreyfðust klárarnir með engu
móti úr sporunum.
“Það stendur alveg á sama,” sögðu
ferðamennirnir, “oss hlýtur að sækjast
feröin greiðar áður en langt um líður.”
Umhverfis þá sýndist alt standa í
björtu báli, en stjörnuljósin huldi skuggi.
Nú komust feröamennirnir alt í einu
að þeirri niðurstöðu, að um var að ræða
fleiri en einn veg. Allstaðar komu kross-
götur og hliðarbrautir. En hver feröa-
maðurinn um sig benti á hina eða þessa
brautina og stóö á því fastara en fótun-
um, að einmitt hún væri bæöi beinust og
skemst.
Að lokum lenti þeim í hár saman út úr
því, hvern veginn ætti að velja og skildu
fjúkandi reiðir. —
Næsta morgun voru þeir enn allir á
ferö, sinn á hverri brautinni — allir
miklu lengra frá áfangastaðnum, en
nokkru sinni fyr.
Einar P. Jónsson.