Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 123
ÞJÓÐRÆKNISSA MTÖK
103
síðar. Meðal þeirra má nefna
Brynjólf Brynjólfsson frá Skegg-
stöðum í Svartárdal í Húnaþingi
og sonu lians og dætur; Jóhann
Elíasson Straumfjörð frá Straum-
fjarðartungu í Mýrasýslu; Arn-
grím og Kristján, syni Jóns
Björnssonar frá Héðinshöfða í
Þingeyjarsýslu, og fleiri. Á skipi
þessu var fundur haldinn,2) er
telja má með þeim merkilegustu
atburðum í sögu vesturfara, en
sem jafnframt sýnir hvernig og
hvað manna þeir voru þessir ís-
lenzku vesturfarar, er nú voru í
þann veginn að stíga á land í
Ámeríku. Er komið var inn úr
St. Lawrence flóanum, mætti liafn-
sögumaður skipinu og með honurn
var umhoðsmaður Canadastjórn-
ar, Jóhannes Arngrímsson (prests
Bjarnasonar frá Bægisá í Eyja-
firði), er hingað hafði fluzt árið
1872. Hafði liann nú tal af vest-
urförum og vildi fá þá til að lofa
því, að setjast að í Canada. En
fjöldi manna liafði ætlað sér, er
að heiman fór að fara suður til
Bandaríkjanna og nema sér bygð-
ir þar er álitlegast kynni að þykja.
Vildu nú þeir, er helzt voru fyrir
hópi þessum, eigi lieita neinu í
þessu efni utan ábyggileg og ský-
laus loforð stjómarinnar kæmi þar
á móti. Var þá skotið á fundi og
gekst Brjmj. Brynjólfsson fyrir
því, til að ræða þetta mál. IJafði
hann og orð fyrir mönnum. Var
þá saminn sáttmáli, er íslendingar
vildu gera við Canadastjórn, og
hétu þeir á móti_ að setjast að í
2) Frá fundum þessum hafa skýrt oss
Urynjólfur Brynjólfsson sjálfur, Arngrlmur
Jónsson og fleiri, er á skipinu voru, og hef-
ir frásögn þeirra I öllu borið saman.
Canada, ef að öllum samnings-
atriðum væri gengið. Var þar
fyrst fram tekið, að Islendingar
skyldu njóta fullkomins frelsis
ogi borgararéttar jafnt við þar-
fædda menn, strax og þeir liefði
fullnægt búsetuskilyrðum, er áskil-
in væri þar í landi. IJið annað, að
þeim væri fengið hæfilega stórt og
í alla staði byggilegt svæði fyrir
bygðarlög sín; og hið þriðja, að
þeir fengi óátalið að lialda öllum
sínum mannréttindum, tungu og
þjóðerni, þeir og niðjar þeirra um
aldur og æfi. Að þessi fyrirvari
var hafður, kom til af því, að þá
var það á almæli, að miklu væri ó-
frjálsana ail't stjórnarfyrirkomulag
í Canada en í Bandaríkjunum,
Stjórnarumboðsmanni var svo
fenginn þessi samningur og að hon-
um gengið af stjórnarinnar hálfu.
Að þetta vakti mikla athygli á Is-
lendingum, meðal betri manna hér
í landi, má marka af því, að þegar
Dufferin lávarður, er var land-
stjóri Canada, heimsótti Nýja ís-
land haustið 1877, gfetur hann
]>essa í ræðu sinni, er hann flutti
á Gimli hinn 14. sept., og enn
fremur, að rnegi orð sín nokkurs,
muni við þetta loforð verða staðið.
Var nú afráðið að setjast að í
Canada. Ilélt nú flokkur þessi á-
fram frá Quebec og vestur til Ont-
ario-fylkis og settist að í smábæn-
um Kinmount, um 60 mílur norð-
ur af Toronto-borg. LitTar sögur
fara af veru rnanna tþar um vetur-
inn, þar til voraði.
Nýlendu-árið mikla.
Þúsundasta og fyrsta ár Islands-
bygðar, árið 1875, er hið mesta