Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 124
104
TIMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
merkisár í sögu ísleiidinga í Ame-
ríku. A því ári voru tekin upp
fjögur bygðarlög, svo að segja öll
jafn-snemma, — Markland, Min-
nesota-bygð, Winnipeg og Nýja Is-
land.1) Þrjár þessara bygða hald-
ast við enn. Það, sem vakað liafði
fyrir mönnum, strax og að heiman
var farið, var, að nema sér land í
liinni nýju heimsálfu og setja sig
niður við bú. Héldu þeir fast við
]>essa ákvörðun, eftir að hingað
kom. En, eins og þá var ástatt,
vildu þeir hakla hópinn, fremur
en að setjast að í dreifingu innan
um aðra þjóðflokka, þótt þeir gætu
með því móti fest sér land án
lángra hrakninga. Treystu menn
])ví, að betur gætu þeir bjargast
og komið fótum fyrir sig, ef þeir
væri svo nálægt liver öðrum, að
einn gæti annan stutt, en ef treysta
þyrfti á liðveizlu ókunnugra
manna og annara þjóða, er þeir
áttu ekkert sameiginlegt með, í
siðum, tungu eða háttum. Reynd-
ist sú tilgáta rétt, og eru allar liin-
ar eldri þygðir ólygnast vitni þess.
“Fólk eru fjórir tigir, herr er
liundrað,’’ og fyrir þ.eim “herr”
urðu allir erviðleikar undan að
láta.
Markland.
Haustið 1874, eftir að Islend-
ingar voru komnir til Kimnount,
kom þangað umboðsmaður stjórn-
arinnar, Jóhann Arngrímsson2)
og hafði fund með mönnum og
hvatti þá til að flyta til Nýja
1) Séra Fr. J. Bergmann: Saga Isl. nýl. I
Wpeg. Alm. 1903 Guöbr. Erlendsson: Mark-
land GuSl. Magnússon: Landnám íslend-
inga í Nýja ísl.. Alm. 1899, bls. 25. Alm.
1900, bls. 55.
2) Sig. J. Jóhannesson: Pátt.ur ísl. i Nýja
Skotl. Guðbr. Erl.: Markland.
Skotlands, lét mikið af landkost-
um þar eystra, hét þeirn sérstöku
landsvæði þar svo þeir gætu stofn-
að þar bygðarlag. Fyrir fortölur
hans ákváðu sig' um 80 manns að
fara þangað austur með næstkom-
andi ári. Flutti sumt af þessu
fólki strax og vonaði, en aðrir
komu seinna um sumarið. Yar
því vísað til landnáms á liálendi
einu um 30 rnílur upp frá strönd-
inni, er “Elgshæðir” nefndust.
Nefndu Islendingar bygð þessa
Markland. Eigi var land þetta
frjótt eður byggilegt, var það alt
skógi vaxið og afar hrjóstugt. 1
hóp þessara landnema bættist á
næstu árum allmargt fólk, er þang-
að flutti beinleiðis frá Islandi.
Tálið er, að þar rnuni hafa verið
um 200 manns iþá flest var. Strax
og bvgð var komin á fastan fót,
byrjuðu félagssamtök af ýmsu
tagi. Fyrst var að koma á fót
skóla, er nýlendumenn að eins
tóku að parti þátt í. Hið næsta
var, að komið var saman á helgum
dög'urn til að lilýða lestri, og liafa
þá sjálfsagt velferðarmál manna
verið rædd jafnframt. Elfdi þetta
samheldni og bróðurhug, er var
mjög ljós meðal búenda í öllum
efnum. Fvrir samtökum þessum
gekst Brynjólfur Brynjólfsson frá
Skeggstöðum og' var liann þann
tíma, er bygðin liélzt við, leiðtog’i
manna í öllum andlegum efnum.
Flesta þá, er dóu í nýlendunni,
jarðsöng líann.1) Eigi gat íslenzk-
ari mann í anda, en liann var, né
fróðari. Hann var frábærlega ein-
arður í framkomu, en ávalt hinn
prúðasti og' vingjarnlegur, hrein-
1) Guðbr. Erlendsson: Markland.