Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 126
106
T'IMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
er var um langt skeið lielzti sam-
komustaður nýlenclunnar. Kirkju-
félagskapur komst þar á 1878. Yar
sameiginleg nefnd skipuð úr
Eystri og Vestribygð til þess aÖ
semja safnaðarlög. Tvær stefnur
réðu Iþá í safnaðannáium Islend-
inga í Nýja Islandi. Sú liin fyrri
var að fylgja lúterskum lærdómi
á sama hátt og kirkjan á Islandi,
en hin síðari að fylgja stefnu
Norsku sýnódunnár hér í álfu.
Stóðu þá deilur um þetta. En fé-
lagsþörfin réð brátt meira. Komu
menn sér saman um safnaðarlög-
in. Var fyrst stofnaður söfnuður
í Vestribygð, er heitir “Lincoln-
County söfnuður ’ ’, þá annar í
Evstribygð, er lieitir “Vestur-
heims söfnuður”. Nokkru síðar
myndaðist “St. Páls söfnuður” í
Minneota-bæ og “Marsliall söfn-
uður” í bænum Marsliall. Allir
eiga söfnuðir þessir vandaðar
kirkjur, og þjónar sami prestu r
við þiær allar. Fastaprestar í
Minnesotabygð hafa verið þessir:
Séra Haldór Briem (1881-2), eitt
ár. Séra Níels Steingrímur Þor
láksson (1887-1894). Séra Bjöm
B. Jónsson (1894-1914). Séra
Guttormur Guttormsson, frá 1919.
Árið 1897 er stofnað fyrsta tíma-
ritið þar í nýlendunni. Er rit þetta
nefnt “Kennarinn” og er mánað-
arrit, “til notkunar við uppfræðslu
barna í sunnudagsskólum og heima-
húsum.” Kitstjórar voru séra B.
B. Jónsson og séra Jónas A. Sig-
urðsson prestur á Akra í Dakota.
Alls komu út 4 árgangar í Minne-
otabæ, var þá ritið flutt norður til
Winnipeg og gefið út þar um önn-
ur 4 ár, eða til 1905. Stofnuðu þá
Islendingar í Minnesota mánaðar-
blað, er byrjaði að korna út í Min-
neota árið 1902. Komu út 6 ár-
gangar og voru ritstjórar við það
þeir Þórður læknir Thordarson og
séra Björn B. Jónsson (við fyrstu
2 árg.). Blaðið var vinsælt og
flutti fræðandi ritgjörðir almenns
efnis. Það hætti útkomu árið
1908.
Nýja ísland.
Um það leyti sem Islendingar
voru að flytja til Marklands, kom
til orða að stofnuð væri nýlenda
vestur í Manitoba, er þá var lítt
bygt. Það var fyrir tilhlutun og
milligöngu skozks manns, er John
Taylor liét og kynni hafði haft af
Islendingum í Kinmount. Leitaði
hann styrktar Canadastjórnar, að
hún legði fram fé til nýlendustofn-
unar þessarar og tók hún því vel.
Mun margur þá hafa verið fremur
tæpt staddur efnalega o g því
urðu fl'eiri, er fýstust að taka boði
þessu, en annars hefði verið. Var
nú til fundar boðað um vorið
(1875), og gjörðir út menn í l’and-
skoðun vestur. Fyrir kjöri urðu:
Sigtryggur Jónasson- Einar Jón-
asson læknir frá Harastöðum í
Dalasýslu, Kristján Jónsson frá
Héðinshöfða og Skapti Arason frá
Hringveri á Tjörnesi. Með þeim
fór Sigurður Kristófersson í‘rá
Neslöndum við Mývatn, — frá
M ilwaukee, og John Taylor, um-
boðsmaður Canadastjórnar. Menn
'þessir lögðu af stað 2. júlí og komu
til baka aftur seint í ágústmánuði.
Höfðu þeir aðallega skoðað land
á vesturströnd Winnipegvatns.
Fýstu þeir nú menn mjög á að