Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 130
110
T1MAR.1T ÞJóÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
aÖi nú liið fyrnefnda kirkjufélag
séra Jón Bjarnason til sín sem
prest/ en liann var þá ritstjóri
við morskt blað í Minneapolis, en
hið síðarnefnda séra Pál Þorláks-
son. Til nýlendunnar kom séra
Páll 19. 'okt. en séra Jón 8. nóv.
um haustið. Á þessu sama liausti
voru settir á fót tveir barnaskól-
ar, annar í Lundi við íslendinga-
fljót, en hirun á Gimli. Var séra
Jón hratamaður að því, að skóli
var stofnaður á Gimli og var
kennari við þann skóla kona hans,
frú Lára Bjarnason. Tilsögn var
þar veitt í lestri, skrift, réttritun,
reikningi, landafræði, ensku, slöng
og kristilegum fræðum,1) og var
sú kensia ókeypis. 1 stað skóla
þessara munu brátt liafa komið
hinir hérlendu alþýðuskólar, iog
liefir þá kenslan í íslenzkum fræð-
um aftur farið fram eingöngu í
heimahúsum, unz sunnudagsskól-
ar voru upp teknir, er eigi var
fvr en 1886,2) en þar var kent að
lesa íslenzku-
Það er eigi staður hér til að fara
nákvæmlega út í sögu safnaðanna
í nýlendunni- en geta verður þess,
að sundrung sú, er lét á sér bera
út af prestsmálunum, óx nú frem-
ur eftir að prestarnir voru báðir
komnin >til hýlendunnar. Eiáku
isig nú á tva-i- stefnur innan hinn-
ar sömu kirkjudeildar. Ilérlenda
stefnan, eða Sýnódustefnan, og
íslenzka stefnan, eða sá skilning-
ur trúarinnar, er tíðastur var í
huga þjóðarinnar heima. Leiddu
deilur þessar til þess með öðru,
1) Guðl. Magn.: Landn. ísl. í N. í-
2) Sameiningin 1886, I. árg., bls. 15.
að burtflutningur hófst úr ný-
lendunni, en við hann leið “Hinn
íslenzki lúterski söfnuður í Nýja
íslandi” undir lok. Hinir söfn-
uðirnir liættu og að vera til, en
aðrir nýir komu í þeirra stað.
Árilð 1885 eru þessir söfnuðir
taldir í Nýja Islandi: Syðri Yíði-
ness., Nyrðri Víðiness., er síðar
nefndist Gimli-s.; Árness., Breiðu-
víkur og Bræðra-söfn.1) Mikl-
eyjarsöfnuður er aftur reistur við
árið 1886.
Nýlendan var um ilangt skeið
prestslaus, eða frá 1881 til 1887,
að séra Magnús Jósepsson læknis
Skaptasonar frá Hnausum í Húna-
þingi kom vestur og tók þar við
prestsþjónustu’. Árið 1890 gekk
hann úr kirkjufélaginu, er þá var
stofnað fyrir 5 árum, út úr trú-
mála ágreiningi, og fylgdu honum
allir söfnuðirnir að undanteknum
Bræðrasöfnuði við Islendinga-
fljót.. Skiftist nú nýlendan aftur
í trúmálunum og stendur svo enn.
Nýir söfnuðir mynduðust þar sem
hinir eldri voru, er sagt liöfðu sig
úr kirkjufélaginu svo safnaða-
tallan hefir vaxið mikið í bygð-
inni. Svo hefir bygð færs't út mik-
ið við það, sem hún var til foriia.
Rétt fyrir og urn aldamótin bvgð-
ust stór svæði vestur og norð-
ur af liinni fornu Pljótsbygð, er
nefnast Árdalsbygð og Víðir-
bygð. Eru þar söfnuðir. Safn-
aðatalan í Nýja Islandi er nú, sem
,fylgir2) : Víðines-, Gimli-, Árnes-,
Breiðuvíkur-, Árdals-, Geysis,-
Bræðra,- Mikleyjar og Víðir-söfn-
1) Sameiningin, Sýnisbl., des. 1885. bls. 17.
2) GjörSabók: 35. ársþing, Hins ev. lCit.
kirkjufél. Isl. í Vesturh., 1913.