Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 131
bJÓDRÆKNISSA MTÖK
111
uðir tilkeyrandi Hinu ev. lúterska
kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi;
og Gimli,- Árnes,- Hnausa,- Isl.-
fljóts- og MiMéyjar-s'öfnuður, er
lieyra til hinni Únítarisku trúmála-
stefnu meðal íslendinga hér í álfu.
Hafa söfnuðir þessir verið lítt
starfandi nú í síðari tíð s'ökum
prestaleysis. Þessir liafa verið
prestar í Nýja Islandi: Séra Páll
Þorláksson (19. okt. 1877 til vors
1879). Séra Jón Bjarnason, (8.
nóv. 1877 til 31- marz 1880). Séra
Halldór Briem (1880—1881). Séra
Magnús J. Skaptason (1887—
1894). Séra Oddur V. Gísílason
(1894-1902) í norðurhluta nvlend-
unnar). Séra Baínólfur Marteins-
son (1902-1910). Séra Jóhann
Bjarnason (í norðurliluta nýlend-
unnar frá 1908). Séra Carl J.
Olson (í suðurhluta nýlendunnar
1912—1918)- Séra Jóhann P.
Sólmundsson (1902—1910). Séra
Albert E. Kristjánsson (1910—
1914). Tveir hinir síðasttöldu
hafa verið prestar liinna Únítar-
isku safnaða.
Xæst hinum andlega félagsskap
má telja blaða-fyrirtæki og bóka-
útgáfur með þeim samtökum, er
einna bezt styðja að þjóðræknis-
málum nýffendunnar. Ár'i'ð 1877
myndaðist hlutafélag, er gekst
fyrir því, að koma á fót blaði í
Nýja Islandi. Var Sigtryggur Jón-
asson aðal livatamaður þess. 1
stjórnaraefnd félagsins voru kosn-
ir ásamt honum: Friðjón Frið-
riksson og Jóhann Briern. Nefnd-
ist félagið “Prentfélag Nýja Is-
lands.” Pr.entáhöld voru keypt
sunnan frá Minneapolis og gekk
séra Jón Bjarnason á milli með
að útvega þau. Á blaða útgáfu
var byrjað 10. september 1877 og
var blaðið nefnt ‘ ‘ Framfari. ” 1)
Er þetta fvrsta íslenzka blaðið,
er út er gefið vestan liafs- Af því
komu út að eins tveir árgangar
og voru 36 blöð í fyrra árgangi, en
38 í hinum síðari. Blaðið var gef-
ið út í Lundi við Islendingafljót
og var Iialldór Briem (síðar kenn-
ari á Möðruvöllum í Hörgárdal)
ritstjóri þess. Blaðið hætti út-
komu 30. jam. M880, en aukablað
er g-efið út.lO. apríl sama ár og er
Sigtryggur Jónasson ritstjóri
þess. Þó eigi yrði blaðið eldra
en þetta, bar það þó með sér stór-
mikla þýðingu á þeim tíma, og er
eitt hijð bezta lieimildarrit fyrir
sögu Nýja Islands á þessum árum.
Eftir að “Framfari” féll, er eigi
byrjað á blaða útgáfu aftur, fvr
en með árinu 1893. Stofna þeir
Iþá í félagi, séra Magn. J. Skapta-
son og Gísli H. Thompson á Gimli
tímarit, er nefndist “Dagsbrún”,
“til stuðnings frjálsri trúarskoð-
un”. Ivom það út mánaðarlega
og byrjaði með janúar 1893. Þrír
árgangar eru prentaðir á Gimli,
en fjórði og síðasti árgangurinn
er gefinn út í Winnipeg og endar
í desember 1896. En strax og
“Dagsbrún” er flutt til Winni-
peg, byrjar Gísli á tnnariti, er
liann nefnir “Svöfu”; var það
saf n af sögum og kvæðum og komu
út sex járgangai' (1895—1904).
Jafnframt þessu tímariti gaf hann
út hálfsmánaðarblað, er hét “Berg-
máP’, í félagi við Guðna Þorsteins-
son, póstmeistara á Gimli, af
Vatnsleysuströnd, kom vestur 1886.
1) Guðl. Magnússon: Landn. ísl. I Nýja
ísl., Alm. 1899, bls. 46.