Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 132
112
TÍMARIT ÞJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
Byrjaði það að koma út 18- des.
1897, en liætti með 15. tölublaði
III. árgangs, 14. febr. 1901. Var
hann sjálfur ritstjjóri og' flutti
blað þetta mestmegnis smágrein-
ar og fréttir, um ýms mál innan
héraðs. Árið 1903 myndast blnta-
félag á Gimli og byrjar þá á blað-
útgáfu, er það nefndi “Baldur”.
Var það vikublað og komu út sjö
árgangar. Útlíomu hætti það með
febr. 1910. Blað þetta náði all-
mikilli útbreiðslu og þótti oft vel
ritað. Ritstjóri við það um tíma
var Einar Ólafsson, frá Firði í
Mjóafirði (d. í ágúst 1907), orð-
lagður gáfumaður. — Ársfjórð-
ungsrit stofnuðu þeir Jóhann P.
Sólmundsson og Einar Ólafsson
haustið 1904, er nefndist. “Ný
Dagsbrún’”. Ivomu út að eins
3 hefti (1904-6). —Um það leyti
sem útgáfa “Baldurs” hætti byrj-
aði Gísli P- Magnússon, er hlut-
hafi var í Baldursfélaginu, nýtt
vikublað, “Gimlung”, er kom út
í 2 ár (30. marz 1910—4. okt.
1911), en lítið þótti að ])ví kveða.
Síðan hefir ekkert rit verið gefið
út í Nýja Islandi, það frézt hafi.
Snemma á árum munu lestrar-
félög hafa verið stofnuð í hinum
ýmsu bygðum nýlendunnar, og
eru flest þeirra enn við lýði. Eiga
mörg þeirra allgóð söfn íslenzkra
bóka. Lestrarfélög standa við:
Iíúsavík, Gimli, Árnes, Hnausa,
Islendingafljót, Geysir, og víðar.
En eigi er oss kunnugt livenær þau
voru stofnuÖ.
Sumarið 1901, dagana 16.—18.
júní, var stofnaÖ á Gimli “Hið
Únítariska Kirkjufélag Vestur-
Islendinga”. Mættu þar erindrek-
ar frá N. Islandi, Winnipeg, Dak-
ota og Álftavatnsbygð. Voru að-
al hvatamenn að stofnun þess, séra
Magnús J. Skaptason, Þorvaldur
Þorvaldsson (erlézt í Cambridge,
Mass., 9. febr. 1904), Einar Ólafs-
son (frá Firði í Mjóafirði) o. fl.
Unr það urðu skiftar skoðanir, þeg-
ar kom til að semja grundvaillarlög
fyrir félagið, hvort það ætti að kall-
ast “ Fríkirkjufélag Islendinga í
Vesturheimi”, eða “Hið Únítar-
iska kirkjufélag” o. s. frv. Héldu
þeir, er á fundinum sátu fyrir hönd
Nýja Isl. safnaðanna, fram með
fyrra nafninu, en hinir, er komu
frá Winnipeg og Dakota, imeð liinu
síðara. Fyrir miðlun Þor\raldar
Þorvaldssonar var sæzt á að sam-
eina nöfnin og var þaÖ svo nefnt
‘ ‘Hið Únítariska Fríkirkjufélag
Vestur-lslendinga”. Va.r þessu
svo breytt seinna. í félaginu
standa 10 söfnuðir og smáfélög.
Tímariti hélt það út um níu ára
skeið (“Heimir”, W.peg 1904—
1914) og eitt rit hefi'r það gefiÖ
út: “Barnalærdómur eftir Únít-
ariskri kenningu” (W.peg 3911).
Forsetar félagsins hafa verið:
Séra Magnús J. Skaptason (1901
—1906), Skapti B. Brynjólfsson
(1906—21. des. 1914), séra Álbert
E. Kristjánsson (frá 1914). —
Skrifarar hafa verið: Þorvaldur
Þorvaldsson (1901—1904), Bjarni
Lyngholt (1904), Dr. Þorbergur
Þorvaldsson (1904—8), séra Gm.
Árnalson (1909—10), séra Bög-nv.
Pétursson (1910—13), séra Guðm.
Árnason (1913—14), séra Eögnv.
Pétursson (frá 1914).