Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 135
bJÓÐRÆKNISSA M T ÖK
115
unni vestur á Pembina-f j öllum, en
þangVað liöfðu ýmsir farið, er
þreng'jast tók í bygðinni neðan
við fjöllin, og numið sér land. Var
sá söfnuður nefndur Fjalla-söfn-
uður. Þetta sama ár var og stofn-
aður söfnuður í grend við bæinn
Grafton í Walsh liéraði, en þar
liöfðu nokkrir ís'lendingar sezt að.
ðTefndist þessi söfnuður “Little
Salt söfnuður”. Hann var lagð-
ur niður nokkru seinna, en þá
stofnaður aftur söfnuður í Graf-
ton-bæ meðal Islendinga, er þar
liöfðu sezt að. Var sá söfnuður
kendur við bæinn og kallaður
Grafton-söfnuður. Árið 1885 er
stofnaðui' söfnuður austast í ný-
lendunni á hinum svonefndu
Eystri Sandhæðum. Gekk hann
undir Iþví nafni um tíma, en sam-
einaðist þá vesturhluta Tunguár-
safnaðar og nefndist Vídalíns-
söfnuður, en Tunguár-söfnuður
aftur Hallson-söfnuður. Þá er
stofnaður annar söfnuðnr állra
syðst í nýlendunni, er nefndist
Gardar-söfnuður, eftir póstaf-
greiðslustaðnum, er þá var nýtek-
inn upp. Skömmu þar á eftir sam-
einaðist Park-söfnuður þessum
nýja söfnuði og hefir liinn sam-
einaði söfnuður borið nafnið
Gardar-söfnuður síðan. En við
þá sameiningu og fyrir eittlivað
fleira, munu nokkrir er vestastir
hjuggu, hafa gengið úr söfnuðin-
um, þar á meðal Stephan G. Steph-
ansson, og víkur sögunni að því
seinna.
Árið 1886 flvtur séra Hans B.
Thorgrímsen úr nýlendunni og
gjörist prestur meðal Norðmanna
í Suður Dakota. Þá var ný-út-
skrifaður frá prestaskóla lúterska
kirkjufélagsins í Pennsýlvania,
Friðrik Jónsson Bergmann (frá
Syðra Laugalandi í Eyjafirði).
Vestur fluttist hann 1875, en til
Dakota 1882, þá nýútskrifaður úr
Mentaskóla Norðmanna í lowa-
ríki (Luther College í Decorah.1)
Var liann nú kallaður til Garðar-
safnaðar og kom hann til nýlend-
unnar þá um sumarið. Um þetta
leyti myndaðist söfnuður í norður-
hluta Garðar-bygðar og í suður-
hluta Víkur-bygðar. Nefndist sá
söfnuður Þingvallasöfnuður. Eigi
var hann fjölmennur, en mjög
varð hann sögulegur er fram liðu
stundir og eru við hann kend liin
miklu málaferli, er risu út af trú-
mála ágreiningi iiman kirkjufé-
lagsins árið 1909. Séra Friðrik
þjónaði einn öllum söfnuðum ný-
lendunnar upp til ársins 1893. En
þá um sumarið 25. júní var vígður
til safnaðanna í austurhluta ný-
lendunnar Jónas Á. Sigurðsson,
guðfræðis kandídat frá hinum lút-
erska prestaskóla í Chicago. Frá
Islandi kom hann sumarið 1887,
frá Gröf í Víðidal í Húnaþingi.
Tók hann við Vídalíns, Ilallson,
Pembina og Grafton söfnuðum. 1
umdaami þessu myndaði hann ári
síðar nýjan söfnuð norður af Hall-
son-bygð og nefndist sá söfnuður
Péturs-söfnuður.
Fyrir tilhlutan séra Magnúsar
J. Skaptasonar, er nú var prestur
tínítara-safnaðarins í Winnipeg,
myndaðist TJnítara-söfnuður all-
fjölmennur í Ilallson- og' Vestur-
Sandhæða bygð sumarið 1895, en
sökum prestsleysis var söfnuður
1) Séra F. J. B.: Landn. Isl. I N.D., bls. 53.