Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 138
118
TIMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
Félagið liefir liaft fjölbreytilegt
starf með höndinn, sem átt liefir
mikinn þátt í viðhaldi íslenzkrar
tungu innan safnaðanna, þó verk-
ið hins vegar liafi aðallega verið
unnið til eflingar hinum kirkju-
lega félagsskap. Má þar fyrst til
nefna sunnudagsskólana. Strax
eftir fyrsta ársþing var byrjað á
að koma þeim á fót sem víðast í
söfnuðunum. Var svo til ætlast,
að öll kensla færi þar fram á ís-
lenzku. Með þessu æfðust ung-
lingar í að lesa, ef þeir fóru allrar
tilsagnar á mis í heimahúsum.
Haustið 1901 var byrjað á ís-
lenzkukenslu við mentaskóla Meþ-
ódista í "Winnipeg (Wresley Col-
lege) fyrir milligöngu og undir
umsjón kirkjufélagsins. Leiddi
það til þess, að íslenzk tunga og
bókmentir var viðtekið sem náms-
grein í undirbekkjum háskóla
Manitoba-fylkis. Kostaði kirkju-
félagið kensluna að miklu leyti upp
til haustsins 1913. Kensluna
liafði á hendi séra Friðrik J. Berg-
mann frá 1901—’09, og séra Kún-
ólfur Marteinsson frá 1909 til
1913 að kirkjufélagið stofnaði sér-
stakan skóla (Jóns Bjarnasonar
skóla), að hann tók við forstöðu
þess skóla og hefir haft hana
síðan. Þó liefir kenslan haldið
áfram í íslenzkum fræðum við
Wesley College fram til þessa og
hefir prófessor Skúli Johnson
veitt þeirri kenslu forstöðu nú síð-
ari ár. En algjörlega liefir það
verið undir umsjón Wesley Col-
lege sjálfs og án al'lrar aðstoðar
frá Islendingum. Haustið 1905
stofnaði kirkjufélagið annað kenn-
araembætti í íslenzkum fræðum við
sænskan lúterskan mentaskóla í
bænum St. Peter í Minnesota
(Gustavus Adolphus College). Em-
bætti það skipaði prófessor Magn-
ús Magnússon frá Cambridge á
Englandi, unz það var lagt niður
árið 1909.
Alhnörg rit og( bækur hefir
kirkjufélagið gefið út auk þeirra,
er þegar eru talin, og eru þessi liin
lielztu: Aldamót, ársrit, ritstjóri
séra Friðrik J. Bergmann, gefin
út af prestum Hins ev. lút. kirkju-
fél. Isl. í Vesturheimi. R.vík 1891-
97, Winnipeg 1898-1903. Fluttit
þau aðallega fyrirlestra frá
kirkjuþingunum, ritdóma um ís-
lenzkar bækur, kvæði o. fl. Ára-
mót (framhald Aldamóta), rit-
stjóri séra Björn B. Jónsson. Win-
nipeg 1905-’09; Ársfundur kirkju-
félagsins (þingtíðindi) I.—II, W.-
peg 1885-6. Framtíðin. Barna-
Mað. I.-II. ár, ritstjóri séra Níels
Stgr. Þorláksson. ÁV.peg 1908-10.
Fyrirlestrar frá kirkjuþinginu
1889. W.peg 1889. Þinytiðindi
(Gjörðabólc) frá 17. ársþingi til
liins 35. W.peg 1901-1919. Minn-
ingarrit 25 ára afmælis kirkjufé-
lagsins, W.peg 1910. Minningar-
rit um Dr. Jón Bjarnason. W.peg
1918. Njýjar Bibliusögur, eftir
séra Friðrik Hallgrímsson, AV.peg
1919. Sálmar og aðrir söngvar,
bandalaganna, AA7peg 1905. Sálma-
bóh kirkjufélagsins, AV.peg 1914.
Sagan Ben Húr, í þýðingu eftir
Dr. Jón Bjarnason (sérprentun úr
Sameiningunni) í 3 bindum, 1909-
’12 Sunnudagsshólakver, AATpeg,
1917. Söngvar Bandalaganna,
W.peg 1912.
Stóru og vönduðu íslenzku bóka-