Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 140
120
TÍMARIT TJÓDRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA.
kenningum, meðal leikmanna. F«-
lagið var stofnað í liúsi Steplians
Cr. Stephanssonar fyrir vestan
Garðar. Helztu stofnendur voru
þeir Brynjólfssynir tveir, Skapti
og Magnús, Ólafur frá Espilióli,
Ólafsson, Björn alþ.m. Pétursson,
Einar Jónasson læknir, Jónas Hall-
grímsson (Hall), Arngrímur Jóns-
son frá Héðinsliöfða, Jakob Lín-
dal, Bjöx-n Iíalldórsson frá Úlfs-
stöðum í Loðmundarfirði, Sveinn
Björnsson (Péturssonar), Brynj-
ólfur Brynjólfsson og Stephan
sjálfur. Pundarbókin bor með
sér, að í félaginu liafi staðið um
40 manns.
Félag þett mun vera hið fyrsta
sinnar tegundar, er stofnað hefir
verið til meðal Islendinga beggja
megin hafsins. Umtal vakti þessi
félagsmyndun afar mikið, enda
sló þeim oft saman í all orðhvass-
ar deilur formönnum safnaðanna
og félagsmönnum. 1 5. gr. félags-
iaganna er gjört ráð fyrir árs-
fundi í júnímánuði, en “samkomu
hvem almennan hvíldardag, verði
því við komið. Á samkomum fé-
lagsins verða haldnar tölur, fyrir-
lestrar o.s.frv.” Fyrir stofnend-
um vakti upphaflega, að samskon-
ar félagsskapur skyldi stofnaður
í hverri íslenzkri bygð, og félögin
svo sameinast undir eina aðal-
stjórn, “með því fyrirkomulagi,
sem deildunum kæmi saman um.”
Félagið hafði afar víðtæk áhrif á
hina andlegu stefnu Islendinga,
eigi eingöngu þar í nýlendunni,
heldur alls yfir. Það kom á fót
öflugu lestrarfélagi og liélt uppi
opinberum fyrirlestra-samkomum
fram að árinu 1892. Síðasti árs-
fundur, er getur í Gjörðabók fé-
lagsins, er haldinn í júní 1891,
voru þá margir liinna uppliafl'egu
stofnenda fluttir úr nýlendunni
og seztir að á víð og dreif í hinum
yngri bygðarlögum. Út í sögu fé-
lagsins verður eigi nákvæmar far-
ið að því er snertir trúmálastefnu
þess, en þó má geta þess, að félag-
inu og félagsmönnum liinum fornu
tileinkar skáldið St. G. StejJians-
son kvæðasafn sitt, “Andvökur”,
er út var gefið í R.vík 1908—9, að
tilhlutan hinna gömlu félags-
bræðra hans. Forsetar félagsins
voru: Skapti B. Brynjólfsson,
1888— 1891. Björn Halldórsson,
1891—93. Skrifarar: Stephan G.
Stephansson, 1888. Ásgeir J.
Líndal, 1888—9. Árni Ámason,
1889— 90. Björn B. Olson, 1890
—91. Bjarni Jóliannsson, 1892—
1893. Bókavörður: Björn Hall-
dórsson, 1888—1891. Brynjólfur
BrynjóTfsson eftir 1891.
Mörg lestrarfélög) voru stofnuð
í nýlendunni, og með þeim fyrstu
lestrarfélag Sandhæðabúa “Áu-
rora”, stofnað 1887 og Fjallabúa
sama ár. Mun tala lestrarfélaga
um 1889 hafa verið sex, og eigi
fjöTgað eftir það. Good Templara
stúka var stofnuð við Ilallson
vorið 1892 og kölluð “Dögmn”.
Stóð hún með miklurn blóma í 5
ár, en þá fór henni að fara aftur,
svo að um aldamótin mun hún
liafa verið lögð niður. Ónnur
stúka var stofnuð við Akra í Aust-
ur Sandhæða bygð, en eigi átti hún
langan aldur.
Tilraunir voru gjörðar á ýms-
um tímum í nýlendunni að koma
upp íslenzku blaði, er mistókust