Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 142
122
TÍMARIT hJÓÐRTBKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
l'áksson) Thorfinnsson og Tlieo-
dore. Búa foreldrar þeirra viÖ
Mountain. Eru þau ættuÖ úr
Skagafirði.
Winnipeg.
Eftir 1874 færðist miðstöð ís-
■lenakra bygða vestur. Meðan á
bygging Nýja Islands stóð og
fJutningi að austan, var farið um
í Winnipeg. Settust þar þegar í
öndverðu all-margir Islendingar
að og fóru eigá lengra. Má því
Winnipeg' - nýlendan lieita jafn-
gömul Nýja íslandi. Brátt varð
þar fjölment og hefir Winnipeg-
bær nú í nær Iheilan mannsaldur
verið í öllum .skilningi miðstöð
hinnar íslenzlui bygðar vestan
hafs. Lítið var um félagssamtök
fyrstu árin tvö, þó þá strax, sem
og ávalt síðan, að thver sem eitt-
hvað gat og búinn var að koma
sér niður, sýndi hjálpsemi þeim,
sem seinna komu og ókunnugir
voru og allslausir. Iiefir því og
líka verið viðbrugðið meðal hinn-
ar 'hérlendu þjóðar og á orði haft,
að enginn þjóðflokkur, er til bæj-
arins komi, eigi sömu viðtökum að
mæta sem Islendingar, því það sé
sjaldnast að nokkrir þeirra séu
látnir bíða á innflytjendahúsinu
næturlangt, heldur sæki landar
þeirra þá og taki þá heim til sín.
Siður þessi hófst mjög snemma og
liefir haldist æ síðan. Iive stóra
þýðingu hann hefir haft fyrir
sögu þjóðarinnar vesturfluttu,
verður aldrei til fulls- sagt, en þó
er svo mikið víst, að með því varð
eftirleilcurinn óvandari þeim, er
seinna koinu, að koma sér fyrir,
kynnast atvinnumálum, viðskift-
um og lifnaðanháttum, með því að
hagnýta sér þá reynslu og þekk-
ingu, er hinir höfðu öðlast, sem
fyrir voru, og fúslega var látin
í té.
Eittlivert hið fyrsta félag, er
stofnað var í Winnipeg rneðal Is-
lendinga, var ‘ ‘ íslendingafélag-
ið”, haustið 1877 (6. sept.). Fyrir
félagsmynduninni gengust aðal-
lega menn, sem komnir voni frá
Milwaukee. Tilgangur félagsins,
eftir því sem fram er tekið í lög-
um þess, var: “að efla og varð-
veita sóma hinnar íslentfku þjóðar
í heimsálfu þessari, viðhalda og
lífga rneðal íslendinga hinn frjálsa
framfaraanda, sem á öllum öldum
sögunnar hefir einkent hina ís-
lenzku þjóð.” Forseti var kjör-
inn Jón Þórðarson frá Skeri við
Eyjafjörð, en skrifari Arngrím-
ur Jónsson frá Héðinshöfða.
Fundir voru haldnir aðra hverja
viku. — Félagið hafði margbrotið
verk með höndum fyrst og fremst
að sporna við því eftir mætti, að
þeir íslendingar, er vestur flutt-
ust, “týndust” gjörsamlega, eða
hyrfu svo, að enginn vissi livar
þeir væru niður 'komnir; annað, að
halda uppi samkomum, þar sem
fólk gæti homið saman og hlýtt
lestri o.s.frv.; og í þriðja lagi, að
veita börnum og unglingum ein-
hverja tilsögn í tungu, háttum og
isiðum hérlendum og í móðurmáli
þeirra. Þá Jag'ði það og fyrir sig,
að styrkja sjúkt og allslaust fólk,
eftir því sem kraftar þess leyfðu.
Félagsstofnunin var ein ihin þarf-
asta og Ihafði mikið gott í för með
sér. Sunnudagsskóli var settur á
stofn og voru þessar þrjár konur