Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 146
126
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA.
Með aðal-verkefnum Framfara-
félag-sins frá Iþví fyrsta til liins
síðasta má telja, að hjálpa ný-
komnu fólki íslenzku, er til bæjar-
ins kom og' var allslaust, að kom-
ast til síns ákveðna áfangastaðar
út í nýlendumar. Þurfti ekkert
lítið til þess að taka á móti fólki í
þoim kringumstæðum, sjá því fyrir
nauðsynjum sínum meðan það stóð
við, og' koma því svo leiðar sinnar.
Var ])að því gott, að stoku hjón
liöfðu reist bæ sinn “um þjóðbraut
þvera”, enda var sjaldnast gesta
fátt í iþeim skálum. Við þetta verk
naut félagið jafnan hinnar ötul-
ustu hjálpar frá Kvenfélaginu.
Umkvartanir vesturfara, er að
heiman komu árið 1881, um ervið-
leika, er þeim mættu við lending-
una, með að komast með farangnr
sinn vestur, urðu að einhverju
leyti til þess, að félagið kostaði
mann, sumarið 1882, til þess að
fara til móts við innflytjendur, er
þá vom að koma til landsins, og
leiðbeina þeim vestur. Vom sam-
skot tekin í því augnamiði, er
námu $160.00. En eigi liepnaðist
ferð þessi eins vel og ætlast var
til og olli það mikilli óánægju. En
árið eftir var útnefndur maður, af
innflutninga umboðsmanni stjórn-
arinnar, til þessa verks. Að stjórn-
in vaknaði til umhugsunar með að
þörf væri á að hafa einhvern til
að leiðbeina hinu aðkomna fólki,
hefir að líkindum verið þessu
starfi félagsins að þakka, þó eng-
an lilut ætti það í útnefningu leið-
sögumannsins. Til þessa verks
var nú B. L. Baldvinsson kjörinn,
en lionum uppálagt að leita jafn-
framt samþykkis félagsins, er var
auðsótt, því allir báru liið fylsta
traust til hans. Iiélt hann þeirri
stöðu lengi þar á eftir, sem leið-
sögumaður íslenzkra vesturfara,
og munu það allir bera, að þar
liafi enguni farist betur.
Þetta sumar kom margt fólk að
lieiman. Vesturfarahóparnir voru
tveir; kom annar í júlí, en hinn í
ág'úst, Lagðist því ærið starf á
félagið að liðsinna þeim, er til
Winnipeg komu. Auk þess sem
einstaklingar skutu skjólshúsi yfir
nýkomna landa sína, er þess getið,
að félagið, með tilhjálp Kvenfé-
lagsins, hafi varið $160 eingöng-u
til fargjalda til styrktar fólki
þessu. A innflytjenda húsinu
unnu í liálfan mánuð, að mat-
reiðslu, til þess að fæða þá, sem
þar urðu að bíða, Kristrún Svein-
ungadóttir og Björg Pálsdóttir
(systir Signýjar, áður nefndrar),
og' Jóhann Gottfred (mágur
Bjargar), og höfnuðu með þessu
líknarverki sínu góðri vinnu, sem
þá var hægt að fá og vel laun-
aðri.1). Telja mætti fleiri dæmi
þessu líkt.
Arið 1880 hætti “Framfari” að
koma út. Var því þá hreyft á
fundum félagsins, að það gengist
fyrir að stofna íslenzkt blað í
Winnipeg. Var Helgi Jónsson
aðal flutningsmaður þessa máls.
Undirtektir urðu daufar og munu
félagsmenn eigi liafa treyst sér til
þess. Það fundu þó allir, að án
blaðs yrði Islendingum erviðara
að halda saman og vernda þjóð-
erni sitt. Nokkuð var talað um
þetta fram og aftur, og voru það
1) Séra F. J. B. Saga Isl. nýl. í W.peg.
Alm. 1904, bls. 102.