Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 148
128
TIMARIT hJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
peg.” Vildu nú ýmsir, er áður
höfðu unnið mikið í félaginu, beina
öllum kröftum félagsins í áttina
til safnaðarins. Um ])etta urðu
menn eigi á eitt sáttir og risu út
af því inegnar deilur, er enduðu
með því, að Framfarafélagdð leið
undir lok, sem starfandi félags-
skapur. Samkomuhúsið, er félag-
ið hafði látið reisa árið 1881, og
var aðal samkomustaður allra Is-
lendinga um nokkur ár, var stækk-
að og endurbætt 1884. í því hafði
söfnuðurinn allar samkomur sín-
ar, sem önnur íslenzk félög, ])ang-
að til hann kom sér upp kirkju
haustið 1887. Yar nú öll félags-
starfsemi söfnuðinum viðkomandi
flutt úr Félagshúsinu og í kirkj-
una. Fór þá líka að fækka um
fuudahöld í Félagshúsinu eftir
það. xlrið 1891 er liúsið selt og
er þá félagið þar með úr sögunni.
Löngu seinna, eða 1903, er svo
húsverðið gefið í sjóð liins fyrir-
hugaða skóla kirkjufélagsins og
byggingarsjóð íslenzkra Good-
Templara í "Winnipeg.
(Framhald)
O
Æfintýr
Eftir FEDOR SOLOGUB, rússneskan höfund.
FRAMTIÐIN.
Enginn veit hvaS framtíöin felur í
skauti sínu. Þó er til staður, sem varp-
ar til vor endrum og eins ljósbliki af
framtíðinni um bláheiSistjald þránna. —
Sá staSur er óSal hinna ófæddu, og rikir
þar ávalt sannur friSur.
Sorgin er þar ókunn, en hinir ófæddu
teiga andrúmsloft ótruflaSs draumfagn-
aSar. Óviljugur flytur enginn burt úr
ríki því. —
Einu sinni voru fjórar sálir, er óskuSu
sér þess allar á sama augnablikinu, aS
mega fæSast inn í hina jarSnesku veröld.
Fjórar, ómótstæSilegar sýnir höfSu þær
séS á jarSríki, gegn um blámóSuhjúpinn.
Þrárnar seiddu, brendu, og engin bönd
gátu lengur haldiS þeim.
Fyrsta sajin sagSi: “Eg elska jörSina,
— 'hún er mjúk, hlý og sterk.”
Önnur sagSi: “Eg elska fljótin, —
eilíf-streymandi, svöl og gagnsæ.”
ÞriSja sagSi: “Eg elska eldinn, glaS-
an, bjartan, hreinsandi.”
En hin fjórSa sagöi: “Eg elska loft-
iS, —- víöfaöma, djúpt, hátt, — loftiS —
hinn léttasta andardrátt lífsins.”
Sálirnar fengu óskir sínar uppfyltar—
urSu aS menskum mönnum. —
Þessi urSu afdrif fjórmenniuganna:
Hinn fyrsti gerSist námamaöur. Dag
nokkurn hrundu námagöngin og grófu
liann lifandi.
Annar grét, grét alla æfina og. drukn-
aöi aS lokum.
Þriöji lenti í eldsvoöa og brann til
kaldra kola.
En sá fjórSi var hengdur.
Veslings sakleysingjar! Flón eftir-
væntinganna og nautnaþránna!
Hvers vegna lokkaöi Viljinn yöur burt
úr hamingju-landi tilveruleysisins
Einar P. Jónsson.