Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 23
IDofiitor Rö^imvalidl^iiP
(Æfiminning)
Eftir séra Guðm. Árnason
I.
Helstu æfiatriði
Eftir lát doktors Rögnvalds Pét-
urssonar síðastliðinn vetur, birtust
fjölda margar minningar-ritgerðir
um hann í íslenskum blöðum. f öllum
þessum ritgerðum var skýrt meira
eða minna frá æfiferli hans og lífs-
starfi. það má því með nokkrum
sanni segja, að það
sé að bera í bakka-
fullan lækinn, að
bæta einni æfiminn-
ingunni við ennþá.
En flestum mundi
þó finnast, að mikið
vantaði í þennan ár-
gang Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins, ef
hans væri ekki minst
í því, og það nokkuð
rækilegar en gert
hefir verið í blaða-
greinunum flestum,
sem um hann hafa
verið ritaðar. Og
þess vegna var það,
aó þegar ritstjóri
Tímaritsins fór þess á leit við mig,
aö eg skrifaði nokkur minningarorð
um hann í það, að eg varð fúslega
við þeirri bón.
Eg var honum vel kunnugur um
þrjátíu og sjö ára skeið, og lengst
af þeim tíma var eg í nokkuð ná-
inni samvinnu við hann um flest
þau mál, sem hann bar fyrir brjósti.
^g sé það einhver hjálp til þess að
skilja manninn og lífsstarf hans, að
hafa átt samvinnu með honum um
lengri tíma, þá get eg, ef til vill, að
því, er það snertir, talið mig færan
til að segja nokkur orð um þennan
mann, sem um fjörutíu ára skeið
vakti meiri athygli á sér en flestir
aðrir Vestur-íslendingar og sem jafn-
an verður talinn með mestu áhrifa-
mönnum í sögu ís-
lenska þjóðarbrots-
ins vestan hafs.
Eg geng þess ekki
dulinn, að það er
næsta erfitt, að meta
starf þeirra manna,
sem maður hefir lif-
að og starfað með.
Persónuleg viðkynn-
ing og sameiginleg
hugðarmál hljóta á-
valt að lita mat okk-
ar á þeim mönnum,
sem við höfum stað-
ið í nokkuð nánu
sambandi við. Þeg-
ar lengra líður frá
þeim atburðum, sem
við höfum verið þátttakendur í, verð-
ur auðveldara að líta á þá frá mörg-
um sjónarmiðum. En á hinn bóginn
eru þó atburðirnir sjálfir og per-
sónuleiki mannanna, sem mestan þátt
áttu í því að þeir gerðust, ljósastir
í augum þeirra, sem með þeim lifðu.
Þótt því eitthvað kunni að skorta á
hið sögulega hlutsæi, eru drættirnir
því ljósari og skarpari fyrir augum