Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 30
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í svörum. f hópi kunningja sinna
var hann hinn skemtilegasti maður,
orðheppinn og fyndinn og hafði
jafnan á takteinum skemtilegar smá-
sögur. Einna best held eg, að maður
hafi getað kynst honum á ferðalagi;
hann var hinn skemtilegasti ferða-
félagi, síkátur og ræðinn. Það var
eins og hann nyti sín best, þegar
hann var kominn burt frá áhyggjum
og amstri daglegra starfa.
Allir, sem nokkur kynni höfðu af
honum, vissu, að hann var höfðing-
lyndur og hjálpfús maður. Margir
leituðu líka til hans með ýms vand-
kvæði, og það var erfitt að ráða fram
úr þeim, ef hann sá engin ráð til
þess. Hann var stöðugt að gera ein-
hverjum greiða, og fyrir vini sína
fanst honum hann aldrei geta of mik-
ið á sig lagt. Engan mann hefi eg
þekt, sem hefir verið frændræknari
en hann. Og sú velvild náði ekki
aðeins til nákominna ættingja, held-
ur líka til fjarskyldra manna, þeirra,
sem hann hafði jafnvel ekki séð.
Sama máli var að gegna með æsku-
vini hans og gamla kunningja; hann
var þeim öllum trúr vinur og reiðu-
búinn til að greiða götu þeirra,
hvenær sem þeir þurftu á því að
halda. Oftar en einu sinni varð hann
fyrir því, að gamlir kunningjar hans
og menn, sem hann hafði haft mætur
á, snérust á móti honum, og þótti
honum sárt að missa vináttu þeirra.
En hann mat sína eigin sannfæringu
meira en vináttu nokkurs manns,
hann vildi ekki kaupa hylli annara,
ef þeir gerðust andhverfir út af því,
að þeir litu öðru vísi á hlutina en
hann.
II.
Kirkjulega starfið.
Þegar séra Rögnvaldur varð prest-
ur íslenska Únítara-safnaðarins í
Winnipeg árið 1903, hafði söfnuður-
inn, eins og frá hefir verið skýrt,
ekki haft fasta prestsþjónustu þrjú
til fjögur ár. Hann var fámennur
og áhugi margra tekinn að dofna, en
samt voru í honum nokkrir mjög
áhugasamir menn og konur. Söfn-
uðurinn átti kirkju, eða réttara sagt,
samkomuhús, sem stóð á norðaustur
horninu á Nena Street og Pacific
Avenue. Hús þetta var oft notað til
almennra samkomuhalda, fyrir sjón-
leiki og fundi og fleira þess konar.
f daglegu tali var það oft nefnt
Unity Hall, en það var líka kallað
Únítara-kirkjan, þótt fremur lítill
kirkjulegur blær væri yfir því. Stræt-
in þar umhverfis höfðu þá lengi ver-
ið helsti aðsetursstaður fslendinga
í borginni, einkum þó Ross og Elgin
Ave., en um þessar mundir var ís-
lendingabygðin að færast suður á
bóginn og vestur með Sargent Ave.
og Ellice Ave., eða suður á slétturn-
ar, eins og það var kallað, þó að
sléttlendið væri hið sama hvar í
bænum sem var. Þess vegna var
það, að skömmu eftir að séra Rögn-
valdur var orðinn prestur safnaðar-
ins, fór hann að hreyfa því, að söfn-
uðurinn kæmi sér upp nýrri kirkju
á hentugri stað. Mörgum fanst eðli-
lega í nokkuð mikið ráðist, en hins
vegar sáu allir, að staðurinn, þar sem
kirkjan stóð, var orðinn óheppilegur.
Eftir miklar ráðagerðir um það mál,
var kirkjan og lóðin á Pacific Ave.
seld og lóð keypt á suðausturhorninu
á Sherbrook St. og Sargent Ave. fyr-