Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 30
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í svörum. f hópi kunningja sinna var hann hinn skemtilegasti maður, orðheppinn og fyndinn og hafði jafnan á takteinum skemtilegar smá- sögur. Einna best held eg, að maður hafi getað kynst honum á ferðalagi; hann var hinn skemtilegasti ferða- félagi, síkátur og ræðinn. Það var eins og hann nyti sín best, þegar hann var kominn burt frá áhyggjum og amstri daglegra starfa. Allir, sem nokkur kynni höfðu af honum, vissu, að hann var höfðing- lyndur og hjálpfús maður. Margir leituðu líka til hans með ýms vand- kvæði, og það var erfitt að ráða fram úr þeim, ef hann sá engin ráð til þess. Hann var stöðugt að gera ein- hverjum greiða, og fyrir vini sína fanst honum hann aldrei geta of mik- ið á sig lagt. Engan mann hefi eg þekt, sem hefir verið frændræknari en hann. Og sú velvild náði ekki aðeins til nákominna ættingja, held- ur líka til fjarskyldra manna, þeirra, sem hann hafði jafnvel ekki séð. Sama máli var að gegna með æsku- vini hans og gamla kunningja; hann var þeim öllum trúr vinur og reiðu- búinn til að greiða götu þeirra, hvenær sem þeir þurftu á því að halda. Oftar en einu sinni varð hann fyrir því, að gamlir kunningjar hans og menn, sem hann hafði haft mætur á, snérust á móti honum, og þótti honum sárt að missa vináttu þeirra. En hann mat sína eigin sannfæringu meira en vináttu nokkurs manns, hann vildi ekki kaupa hylli annara, ef þeir gerðust andhverfir út af því, að þeir litu öðru vísi á hlutina en hann. II. Kirkjulega starfið. Þegar séra Rögnvaldur varð prest- ur íslenska Únítara-safnaðarins í Winnipeg árið 1903, hafði söfnuður- inn, eins og frá hefir verið skýrt, ekki haft fasta prestsþjónustu þrjú til fjögur ár. Hann var fámennur og áhugi margra tekinn að dofna, en samt voru í honum nokkrir mjög áhugasamir menn og konur. Söfn- uðurinn átti kirkju, eða réttara sagt, samkomuhús, sem stóð á norðaustur horninu á Nena Street og Pacific Avenue. Hús þetta var oft notað til almennra samkomuhalda, fyrir sjón- leiki og fundi og fleira þess konar. f daglegu tali var það oft nefnt Unity Hall, en það var líka kallað Únítara-kirkjan, þótt fremur lítill kirkjulegur blær væri yfir því. Stræt- in þar umhverfis höfðu þá lengi ver- ið helsti aðsetursstaður fslendinga í borginni, einkum þó Ross og Elgin Ave., en um þessar mundir var ís- lendingabygðin að færast suður á bóginn og vestur með Sargent Ave. og Ellice Ave., eða suður á slétturn- ar, eins og það var kallað, þó að sléttlendið væri hið sama hvar í bænum sem var. Þess vegna var það, að skömmu eftir að séra Rögn- valdur var orðinn prestur safnaðar- ins, fór hann að hreyfa því, að söfn- uðurinn kæmi sér upp nýrri kirkju á hentugri stað. Mörgum fanst eðli- lega í nokkuð mikið ráðist, en hins vegar sáu allir, að staðurinn, þar sem kirkjan stóð, var orðinn óheppilegur. Eftir miklar ráðagerðir um það mál, var kirkjan og lóðin á Pacific Ave. seld og lóð keypt á suðausturhorninu á Sherbrook St. og Sargent Ave. fyr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.