Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 31
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
9
ir eitthvað um tvö þúsund dollara.
Var svo bygð ný kirkja þar, sem
mun hafa kostað um fimtán þúsund
dollara. Var hún hið myndarlegasta
hús, bygð úr múrsteini í grískum
stíl. Kjallarasalur var undir henni,
sem rúmaði um tvö hundruð manns.
Var hann notaður til samkomuhalda
fyrir söfnuðinn og mikið leigður út
til ýmis konar fundarhalda. Kirkjan
var vígð haustið 1905, og var þar
viðstaddur dr. F. C. Southworth, sem
þá var orðinn forstöðumaður Mead-
ville-guðfræðisskólans. Kirkju þessa
notaði söfnuðurinn sextán eða sey-
tján ár eða þar til núverandi kirkja
hans á Banning St. var bygð. Hún
varð síðar eign ameríska Únítara-
félagsins, og hefir verið notuð af og
til af ýmsum kirkjuflokkum, en
stundum hefir hún staðið auð.
Það var í raun og veru mikið þrek-
virki af jafn fámennum söfnuði, að
koma upp svo dýru húsi; en auðvitað
°aut hann þar aðstoðar frá The
American Unitarian Association, og
margir lögðu ríflega til kirkjubygg-
mgarinnar, eftir efnum og ástæðum.
En langmestu fékk þó áhugi og
þrautseigja séra Rögnvalds sjálfs
áorkað. Það sást líka brátt, að
kirkjubyggingin var heillaspor. —
Söfnuðurinn óx talsvert næstu árin
a eftir, og var það einkum fólk, sem
nýkomið var frá íslandi, sem gekk í
hann eða sótti kirkjuna ásamt þeim,
sem söfnuðinum höfðu tilheyrt frá
hyrjun. Margs konar starfsemi var
hafin í sambandi við söfnuðinn.
Fyrirlestrafélag, sem nefnt var
Menningarfélag” eftir sams konar
^álagi, sem verið hafði við lýði :iokk-
Ur ár í Dakota bygðinni, var stofn-
að og sömuleiðis ungmennafélag.
Stóðu bæði þessi félög með blóma
fram að stríðinu 1914, en þá fór að
dofna yfir þeim, eins og mörgum
öðrum félagsskap um þær mundir,
vegna burtflutnings margs fólks úr
bænum, og vegna þess, að sumir
hinna yngri manna, sem heyrðu til
ungmennafélaginu, gengu í herinn
og tvístruðust víðs vegar að stríðinu
loknu. Séra Rögnvaldur var, eins
og gefur að skilja, fremstur í flokki
þeirra, sem stofnuðu þessi félög, og
hann tók ávalt mjög mikinn þátt í
starfi þeirra. Nánari greinagerð
fyrir starfi Menningarfélagsins má
lesa í ritgerð hans um félagsleg sam-
tök meðal Vestur-íslendinga í þriðja
árgangi Tímarits Þjóðræknisfélags-
ins.
Annað fyrirtæki, sem hann gekst
fyrir, strax eftir að hann varð prest-
ur, var stofnun tímarits til stuðnings
hinni frjálslyndu trúarhreyfingu
meðal Vestur-fslendinga. Tvö slík
rit höfðu áður verið gefin út af séra
Magnúsi Skaptasyni, Dagsbrún og
Lýsing, en hvorugt varð langlíft.
Það var ekki árennilegt, að byrja út-
gáfu nýs rits, sem ekki átti nema fáa
kaupendur vísa, en séra Rögnvaldur
lét það ekki hindra sig frá að hefjast
handa. Fyrir hans forgöngu stofn-
uðu nokkrir íslendingar í Winnipeg
félag, sem byrjaði að gefa út mánað-
arritið Heimi árið 1904. Níu árgang-
ar komu út af því og var séra Rögn-
valdur lengst af ritstjóri þess. Þótt
Heimir væri fyrst og fremst trú-
málarit, birtust í honum ritgerðir um
ýms önnur efni og allmikið af kvæð-
um og sögum. í inngangsorðunum
fyrir ritinu í fyrsta tölublaði þess,
gerði hann grein fyrir stefnu þess
með eftirfylgjandi orðum: “Það sem