Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 39
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
17
sem kosin var til þess að semja ávarp
til allra Vestur-íslendinga. Að hve
miklu leyti ávarpið var hans verk er
auðvitað ekki unt að segja með
vissu, en eflaust hefir hann átt mik-
inn þátt í að semja það og að líkind-
um hefir hann gengið frá því að
lokum. Tek eg hér orðréttan ör-
stuttan kafla úr því, sem mér finst,
að lýsi mjög vel skilningi hans á
þjóðerninu, jafnvel betur en nokkuð
annað, sem eg hefi eftir hann séð.
Er lítill vafi á því, að hugsunin í
þeim kafla og orðalag líka eru frá
honum. . . . “Vér viljum afhenda
þeim (niðjunum) tunguna . . . málið,
“mjúkt sem gull og hvelt sem stál”,
er í sér felur hugsanaheim hins ís-
lenska þjóðlífs, frá elstu tíð og niður
til vorra daga, er lýsir hinum
norrænu hugsunum, hinu norræna
einstaklings eðli, hinum norræna
skilningi á kröfum og tilgangi mann-
lífsins, sem, að vorum dómi, er full-
komnari og æðri en skilningur
sumra annara þjóða.” .... Loks var
stofnfundurinn haldinn 25. mars og
var séra Rögnvaldur þá kosinn for-
seti félagsins og sömuleiðis næsta ár
á eftir. Eftir það vildi hann ekki
gefa kost á sér til þess starfs, þó að
margoft væri hann beðinn að gera
það, fyr en árið 1936. Var hann þá
aftur kosinn forseti félagsins og var
það þangað til hann lést, hafði hann
þá verið forseti þess sex ár.
Að telja upp önnur störf hans í
þágu félagsins í öðrum embættum og
nefndum yrði of langt mál og skal
því þess vegna slept hér. Þó er ein
nefnd, sem hann átti sæti í, sem ekki
er unt að ganga fram hjá, en það er
heimfararnefndin”, sem svo var
nefnd. Skal hér í sem stytstu máli
sagt frá starfi hans í henni, án þess
að víkja nokkuð að deilum þeim,
sem risu út af starfi þeirrar nefndar.
Árið 1926 var því fyrst hreyft á
ársþingi Þjóðræknisfélagsins, að
Vestur-íslendingar tækju einhvern
þátt í hátíðahöldum þeim, sem fara
áttu fram á íslandi árið 1930 í tilefni
af þúsund ára afmæli alþingis. Var
þá sett þriggja manna nefnd í það
mál, og átti það að vera verkefni
hennar, að leita upplýsinga um und-
irbúning málsins á fslandi. Næsta
ár var svo kosin fimm manna nefnd
til að hafa málið með höndum, sam-
kvæmt áskorun, sem komið hafði til
þriggja manna nefndarinnar, frá for-
stöðunefnd hátíðahaldsins á fslandi.
Var farið fram á í áskoruninni, að
Þjóðræknisfélagið tæki að sér, að
standa fyrir undirbúningnum fyrir
þátttöku Vestur-íslendinga í hátíða-
haldinu. Séra Rögnvaldur var kos-
inn í fimm manna nefndina og varð
hann féhirðir hennar. Síðar, eftir
því sem starf nefndarinnar óx, var
bætt mönnum við í hana, uns nefnd-
armenn voru orðnir tólf. Sá nefnd-
in að öllu leyti um undirbúning
heimferðarinnar af hálfu Þjóðrækn-
isfélagsins; og fóru á hennar veg-
um um 370 manns til íslands á al-
þingishátíðina 1930. Nefndin lagði
fram fullnaðarskýrslu yfir starf sitt
á þjóðræknisþinginu 1931, og má lesa
hana í fundargerningum félagsins
fyrir það ár. Starf nefndarinnar var
umfangsmikið og tímafrekt, og sem
eðlilegt var, gátu ekki allir nefndar-
menn sint því jafnt. Séra Rögnvaldur
fór tvær ferðir til íslands ásamt
tveimur öðrum nefndarmönnum,
þeim Jóni Bíldfell og Árna Eggerts-
syni, og hafði langa dvöl þar í síðara