Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 43
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
21
get hennar hér til þess að sýna,
hversu hann var misskilinn af sum-
um og hversu tregir margir voru til
þess að veita honum viðurkenningu,
af því að hann var ekki einn úr
þeirra flokki. Það er satt, að hann
hylti einkum þá menn, sem eitt-
hvað mikið var í spunnið, hann
kunni að meta hæfileika þeirra,
dáðist að þeim og batt æfilanga
trygð og vináttu við suma þeirra.
Einn af þeim mönnum var skáldið
Stephan G. Stephansson. Vestur-
fslendingar voru yfirleitt lengi treg-
ir til að veita Stephani viðurkenn-
ingu sem miklu skáldi; og voru or-
sakirnar til þess einkum tvær:
Stephan var ekki alþýðlegt skáld,
og fólk, sem hefir frá blautu barns-
beini vanist léttum alþýðuskáldskap
á erfitt með að meta nokkuð nýtt og
óvenjulega frumlegt í skáldskap; og
í öðru lagi var Stephan andstæður
ýmsum almennum skoðunum í tru-
málum og fleiru, og það sneri mörg-
um á móti honum. Þó voru nokkrir
menn, sem frá byrjun sáu, hvílíkt af-
burða skáld hann var, og meðal
þeirra var séra Rögnvaldur. Mörg
kvæði Stephans birtust í Heimi, og
þegar hafist var handa með að gefa
út ljóð hans, var séra Rögnvaldur
fremstur í flokki með að gangast
fyrir útgáfu þeirra. Ekki er mér
kunnugt um, hver var upphafsmaður
þess fyrirtækis. Stephan mun hafa
fengið tilboð frá einhverjum í Win-
nipeg með að gefa út úrval af kvæð-
um hans, sem hann þó sjálfur átti
ekki að ráða, eins og sjá má í bréfum
hans. En, sem við var að búast, vildi
hann ekki sinna slíku tilboði, og lét
hann þess getið í bréfum til vina
smna. Tóku aðrir sig þá saman um
að sjá um útgáfuna. Mun Eggert
Jóhannsson, fyrrum ritstjóri Heims-
kringlu, sem þá var í Winnipeg, hinn
mætasti maður og glöggskygn á
skáldskap, hafa verið upphafsmaður
að því og hafa snúið sér til séra
Rögnvalds og annara í því skyni. Var
svo myndað félag, sem sá um útgáfu
þriggja fyrstu bindanna af Andvök-
um. Veit eg ekki um alla, sem í
félaginu voru, en þeir Eggert, Rögn-
valdur og Skapti Bryjólfsson og fl.
unnu mest að því, að framkvæmdir í
því fyrirtæki urðu eins myndarlegar
og raun varð á. Fór Skapti til ís-
lands 1908 og samdi um prentun
ljóðanna þar. Fjórða og fimta bind-
ið voru prentuð í Winnipeg 1923
undir umsjón séra Rögnvalds og það
sjötta á fslandi 1938, líka undir hans
umsjón; og þar samdi hann um út-
gáfu bréfa Stephans. Hafði Stephan,
áður en hann dó, falið honum að sjá
um útgáfu alls þess, sem út yrði
gefið af verkum sínum eftir sinn
dag. Voru þeir hinir bestu vinir og
fáir eða engir af óskyldum mönnum
munu hafa verið Stephani jafn hand-
gengnir og hann.
Annað vestur-íslenskt skáld, sem
séra Rögnvaldur hafði miklar mætur
á og batt æfilanga vináttu við, var
Kristinn Stefánsson. Gaf hann á-
samt Gísla prentsmiðjustjóra Jóns-
syni út kvæði Kristins árið 1916.
Kristinn er með bestu skáldum ís-
lenskum vestan hafs, þótt skáldskap-
ur hans hafi aldrei verið metinn að
verðleikum. Séra Rögnvaldur hafði
miklar mætur á manninum sjálfum
og skáldskap hans, og hversu einlæg
vinátta var á milli þeirra má best sjá
af þessum erindum úr ljóðabréfi frá
skáldinu til Rögnvalds: