Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 44
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Hvert sem reikar hugur minn, hvað sem snýst til baga, kunningsskapinn þýða þinn þakka’ eg alla daga. Sólskins-blettur ætíð er, um þó élin svífi, þar sem hugar-blærinn ber birtu’ af andans lífi. Um útgáfu þessara Ijóða lét hann sér mjög ant. Skrifaði hann stutta æfisögu höfundar aftan við bókina, sem mun hafa verið nokkuð á veg komin áður en hann andaðist. En bækur af því tæi seljast seint, og síst er það gróðafyrirtæki fyrir nokkurn mann að gefa þær út. En um það var hann heldur ekki að hugsa; hann langaði til að hjálpa til þess, að þessi verk vina sinna lægju ekki gleymd og grafin í skrifboðsskúff- unum og kæmu máske aldrei fyrir almenningssjónir, nema þá eitthvert hrafl í blöðum og tímaritum. Og einmitt svo mundi farið hafa, hefði ekki hann og aðrir góðir menn, sem þau kunnu að meta, hafist handa; að minsta kosti er hætt við, að mikil bið hefði orðið með útkomu þeirra. Og hefðu þá þeir fáu, sem lesið hafa verk þessara skálda sér til gagns, verið þeim mun snauðari í andanum, en líklega ekki sælli fyrir það. Þess hefir verið getið, að séra Rögnvaldur var um tíma, rúmt ár, ritstjóri Heimskringlu, eftir að eig- endaskifti urðu við blaðið 1913. Hann leysti það starf vel af hendi, og tók blaðið miklum stakkaskiftum meðan hann var við það. En blaðamenska var áreiðanlega ekki verk, sem hon- um féll sérlega vel í geð. Hann hafði yfirleitt mjög lítinn áhuga fyrir pólitísku dægurþrasi. Mörg- um kunningjum hans, sem fylgdu honum í trúmálum, þótti hann of íhaldssamur í stjórnmálum, og varð hann fyrir ýmis konar aðkasti út af því. En það er nú svo með stjórn- mál sem annað, að íhald og frjáls- lyndi fara ekki eingöngu eftir nöfn- um flokka eða yfirlýstum stefnu- skrám. Eg held, að honum hafi altaf fundist, að fylgi í þeim málum við dugandi og drenglynda menn varð- aði meiru en fylgið við flokkana. • Enginn vafi er á, að hann var að sumu leyti íhaldssamur maður; og þóttust sumir finna ósamræmi í stefnu hans, þar sem framsæknin væri ekki jöfn á öllum sviðum. Eg varð aldrei var við mjög ákveðið stefnufylgi hjá honum í stjórnmál- um, og eg veit, að hann hafði megna óbeit á glamri og gífuryrðum þeim, sem flokksbaráttunni eru oftast sam- fara. Að hann hafi ekki verið unn- and mannúðarmálum og heilbrigðri þróun félagslífsins, er hreinasta fjar- stæða. Til þess að hæfileikar hans hefðu notið sín við blað, hefði hann þurft að vera alveg sjálfráður um stefnu þess. Það var hann ekki við Heimskringlu. Hann fann eflaust, að hann gat ekki notið sín þar sem skyldi; og mun hann hafa verið á- nægður með að fara frá blaðinu, eins og sakir stóðu, þegar hann gerði það. Síðar, þegar þann var búinn að fá meiri ráð yfir því, hefði honum, að líkindum verið innan handar, að takast aftur á hendur ritstjórn, en hann gerði það ekki. Alt öðru máli var að gegna með tímaritin, sem hann gaf út. Það hefir verið minst á Heimi og stefnu hans, en þó tókst honum ekki síður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.