Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 49
í gegn um æfinnar önn og strit
berst ysinn af tímans vængja þyt
Um jarðlífsins Dimmadal.
Og geislum fækkar um farinn veg,
en fjölga hreggskýin drungaleg,
er höfðingjar hníga í val.
Því félst mér hugur og hvarf mér von,
er heyrði eg, að Rögnvaldur Pétursson
var sigldur á eilífðar sæ.
Við höfðum þekst alla þessa öld,
en þó mintist hvorugur neitt á kvöld—
því líf er í landsýn æ.
Já, við höfðum mun stórum meira en þekst—
því með mér sem vinur á braut þú gekst,
er sorg mér í hjarta svall.
Og aftur við gleðinnar glóðheitt bál,
er gneistar fljúga úr sál í sál,
þú reist eins og fagurt fjall.
Við sátum fyrrum oft síð um kvöld,
og sólinni breiddum rekkju tjöld,
og daginn svæfðum á sæng.
En harla bjart var um hugar tún,
því hvergi bar skugga við sjónhrings brún,
og lífið fló léttum væng.
í skynding úr miðalda myrkri var
í morgunbirtuna rent vort far,
og hafið vökumanns verk.
Þú vissir að mótbyrinn var oss nær;
en viljanum þá var öll sigling fær—
því æskan er stolt og sterk.
Við sáum tíðast við sama Ijós:
Vort sanna ættar og þjóðar hrós
(þótt oft væri á alt ei sætst)
var bygt á rækt við hið besta í sál—
vorn bræðra arf, vora sögu og mál,
og ljóðin goðborin, glæst.