Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 54
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þar sem þær fengu að læra alt það, sem kostur var á. Hulda var á unga aldri, er faðir hennar gekst fyrir stofnun Sýslu- bókasafns Þingeyinga, ásamt Pétri Jónssyni á Gautlöndum, síðar ráð- herra. Keyptu þeir merkar útlendar bækur til safnsins, en Benedikt var bókavörður og gegndi þeim starfa með fágætri elju til dauðadags. Framan af árum var bókasafnið geymt heima að Auðnum, þó að þar væri húskostur takmarkaður.l) Er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hver uppspretta fræðslu og ánægju safnið var hinum bókhneigðu Auðna- systrum. Faðir þeirra lét einnig kenna þeim dönsku og ensku og lagði kapp á, að þær lærðu vel móð- urmálið. Fékk hann þeim því góða heimiliskennara. Minnist Hulda Þor- gerðar Helgadóttur frá Hallbjarnar- stöðum í Reykjadal með sérstöku þakklæti fyrir íslenskukenslu henn- ar, og Sigtryggs bróður hennar, framúrskarandi söngfróðs manns, er stuðlaði drjúgum að söngment á heimili foreldra skáldkonunnar. — Mágur föður hennar, Hólmgeir Þor- steinsson, hinn ágætasti söngmaður, var þar einnig tíður gestur; sjálfur var Benedikt faðir hennar hinn söng- hneigðasti maður og fróðasti í þeirri 1) Þar sem Benedikt átti frumkvæð- ið að stofnun lestrarfélags þess, er varð grundvöllur Sýslubókasafns Þingeyinga og annaðist frá'fyrstu tíð bókaútveganir og bókavörslu þess, hefir hann verið nefndur “faðir” Bókasafnsins. Fluttist hann til Húsavíkur 1905 og var safnið síðan um langt skeið geymt í barna- skóla Húsavíkur. En er Benedikt var áttræður var bókhlaða úr steini í ný- íslenskum stíl reist þar í bæ, í heiðurs- skyni við hann og Pétur Jónsson, og bókasafnið flutt þangað. Góð yfirlits- grein um safnið er í Samtíðinni, nóv.— des., 1935, eftir ritstjórann, Sig. Skúlason. grein, og sömdu þeir Sigtryggur Helgason og hann ýms lög, er sum hafa víðkunn orðið. En það var eigi aðeins æskuheimili Huldu, sem var hin mesta menning- arstöð, eftir því, er þá gerðist í sveit- um íslands, heldur fór þá hin mesta vakningar og menningaralda um Þingeyjarsýslu. Fer skáldkonan svo- feldum orðum um það í bréfi til mín, er eg hefi stuðst við um æfiatriði hennar og æskuár: “í Þingeyjarsýslu var þá voröld ungra gáfumanna, er mentuðust ó- trúlega vel, mest af sjálfsdáðum. Urðu þeir margir síðan þjóðkunnir menn, Eg skal aðeins nefna nokkra : Skáldið Þorgils gjallandi, Jón í Múla, þjóðkunnugt glæsimenni og þingmaður; Pétur á Gautlöndum, al- þingismaður og síðar atvinnumála- ráðherra; Jakob Hálfdánarson, er á- samt föður mínum stofnaði hið fyrsta kaupfélag á íslandi og var framkvæmdarstjóri þess um hin fyrstu og erfiðustu ár; Magnús Þór- arinsson á Halldórsstöðum í Laxár- dal, er fyrstur íslenskra manna sigldi til þess að læra ullariðnað og flutti fyrstu tóvinnuvélarnar til íslands (hugvitsmaður, fann upp dúnhreins- unarvél, bjó til skrá fyrir peninga- skáp, sem nú er þjóðareign) ; Stein- þór Björnsson, steinhöggvari og fyrsti lærði brúarsmiður íslenskur; Kristján Jónsson Fjallaskáld og Arngrímur Gíslason málari, sonur Skarða-Gísla skálds. Fegurstu alt- aristöflur íslands eru enn í dag eftir Arngrím Gíslason. Þá má enn nefna bræðurna Sigurð Jónsson a Ystafelli, síðar ráðherra, og Árna prófast á Skútustöðum í Mývatns- sveit. Allir þessir menn voru vinir |
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.