Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 57
HULDA SKÁLDKONA
35
vítt um geima á söngvavængjum hans
og séð undraheima opnast úr Hlið-
skjálf ljóða hans.
Ritstörf Huldu eru unnin í hjá-
verkum frá annasamri húsmóður-
stöðunni. Hinn 20. desember árið
1905 giftist hún Sigurði Sigfússyni
Bjarklind frá Halldórsstöðum í
Reykjadal, og áttu þau fram á síðari
ár heima á Húsavík, þar sem Sigurð^
ur var framkvæmdarstjóri Kaupfé-
lags Þingeyinga, en nú eru þau bú-
sett í Reykjavík. Þau eiga eina dótt-
ur og tvo sonu. Minnist eg Sigurð-
ar kaupfélagsstjóra sem hins ánægju-
legasta samferðamanns, á skipsfjöl
frá Reykjavík til Akureyrar, hátíðar-
sumarið 1930; voru í för með hon-
um synir þeirra hjóna, efnispiltar.
Kvæðasafn sitt Viö yzta haf hefir
skáldkonan tileinkað manni sínum
uieð innilegum ljóðlínum, er segja
uaeira en langt mál og skrúfyrt.
III.
Þegar þess er gætt, að Hulda hefir
hvergi nærri mátt helga sig alla
bókmentaiðjunni og stundum átt við
vanheilsu að stríða, gegnir það
furðu, hversu afkastamikill rithöf-
undur hún er orðin, því að nú eru
komin út eigi færri en fimtán rit
hennar hendi, að vísu æði mis-
jöfn að stærð. Kennir eigi lítillar
fjölbreytni í ritum hennar, því að
auk ljóðasafna hefir hún samið smá-
sÖgur, æfintýri, greinar og langa
skáldsögu, er alt ber vitni fegurðar-
þrá hennar, hugarhreinleik og auð-
ljóðgáfu. Það er því als ekki
úmerkilegur skerfur, sem Hulda er
húin að leggja til íslenskra nútíðar-
bókmenta. Fjarri fer þó, að rita-
fjöldinn og margbreytnin komi þar
ein til greina. Það var hreint engin
tilviljun, að Þorsteinn Erlingsson,
sá sann-ljóðelski og þjóðlegi snill-
ingur, hylti Huldu í “Huldupistli”
sínum fyrir ljóðtöfra hennar og þó
sérstaklega fyrir það, hvað henni
hafði tekist snildarlega að vekja til
lífs á ný þulurnar gömlu og vinsælu;
honum var full Ijóst, að íslensk ljóða-
gerð hafði eignast nýjan streng þýð-
leiks og tónfegurðar í hörpu sína. í
sama anda var það, að Einar Bene-
diktsson nefndi Huldu “fyrsta gróð-
ur vors nýjasta skóla” í hinu fagra
kvæði til hennar. Mun það mála
sannast, að Guðmundur Guðmunds-
son og Hulda hafi af nýrri skáldum
vorum, átt hvað drýgstan þátt í því
að gera íslenskt ljóðform mýkra,
léttara og fjölbreyttara en áður var,
án þess, að lítið sé gert úr hlutdeild
annara, sem fylgt hafa þeim í spor;
enda segir Þorsteinn svo í “Huldu-
pistli”: “Mér fundust þessir tónar
enn þá eiginlegri en samkyns tónar
hjá Jónasi og Guðmundi Guðmunds-
syni og fanst mér það þó líkast þeim,
en hér fanst mér þetta standa enn þá
dýpra.”
Þorsteinn tók einnig tveim hönd-
um fyrstu kvæðabók Huldu í merki-
legum ritdómi í Fjallkonunni (29.
júní 1910). Hann var nógu næmur
fyrir áhrifum ljóðræns skáldskapar
til þess að kunna að meta hljóm-
töfrana og fegurðina í mörgum
kvæðum þeirrar bókar, enda þykir
honum bresta á, að sumir ritdómarar
hafi skrifað um þau af fullum skiln-
ingi, þeir hafi látið blindast um of
af ádeilukveðskap og heimspekileg-
um. Annars mátti skáldkonan vera
fyllilega ánægð með þá dóma, sem
þessi fyrsta bók hennar hlaut hjá