Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 70
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ingarstefnunnar, eins og hún er auk-
in og endurbætt af Hegel, Nietszche,
Göthe, Wagner, og öðrum smærri
spámönnum eru trúarbrögð Hitlers.
Kenningin er gömul norræn heiðni,
en áherslan er ný, en þó sama eðlis
og hún var á dögum fyrirrennara
hans í valdasessi með Þjóðverjum,
svo sem Friðriks mikla, Bismarks
og Vilhjálms keisara.
Að loknu stríðinu 1914—18 var alt
á tjá og tundri með hinni þýsku þjóð,
og lengi þar á eftir. Hið takmarka-
lausa stærilæti þjóðarinnar hafði
verið brotið á bak aftur, draumar
hennar um alheimsvöld og velgengni
um fram aðrar þjóðir reyndust tál.
Sársauki ófaranna brendi sig inn í
meðvitund þjóðarinnar. Hvar var nú
hin forna frægð? Mælisnúran fyrir
réttu og röngu var ekki lengur kirkj-
an, ritningin eða samviskan, heldur
kringumstæðurnar og þörfin sem
fyrir lá. Voru nú engir risar lengur
til á jörðunni, sem gæti leitt þjóðina
fram til sigurs og borið fram dýra
hefnd?
Þá kom Hitler fram. Hann talaði
eins og sá sem valdið hafði, og eggj-
aði þjóðina til stórræða. Þjóðin
hlustaði á mál hans vegna þess, að
hann sló á vel þekta og viðkvæma
strengi í sál hennar. Hér var aftur
fram kominn ákveðinn talsmaður
hinnar siðferðilegu hagsmunastefnu;
kringumstæðurnar skera úr um það,
hvað rétt er, og hnefarétturinn mun
á sínum tíma staðfesta þann dóm.
Þjóðin tók þessum nýja leiðtoga
með kostum og kynjum og tjáði hon-
um hollustu sína á undra skömmum
tíma. Hann gaf þeim fyrirheit um
grimmilegar hefndir, um glæsilega
endurreisn og fagra framtíð.
Hefndarræðum Hitlers var þegar í
upphafi stjórnmálastarfsemi hans
beint að Bretum og samherjum
þeirra. Þeir höfðu komið Þýska-
landi á hné með aðstoð fjölda föður-
lands svikara innan vébanda sjálfrar
þjóðarinnar. Af þessu hafði þjóðin
liðið hina mestu niðurlæging. Bretar
sátu í dómarasæti gagnvart hinni
þýsku þjóð, og skáru úr, hvað þeir
mættu hafast að, og hvað ekki. Þegar
Þjóðverjar spurðu sjálfa sig að því,
með hvaða rétti Bretar og aðrir
Bandamenn gjörðu sig að herrum
sextíu miljóna þýskra manna, var
svarið ávalt þetta: Með rétti sigur-
vegarans gagnvart hinum sigraða.
Þetta staðfesti þá trú með þjóðinni
að hinn yfirsterkari ákveði jafnan
hvað rétt er, og að sá, sem minni
máttar er, verði jafnan að þjóna
þeim, sem um vöndinn heldur. Til
þess að ná rétti sínum verður þjóðin
því að brjóta alla samninga sem
koma í bága við eigin hagsmuni
hennar, og verða sterk og voldug
hernaðarþjóð sem geti boðið óvinum
sínum byrginn bæði innanlands og
utan.
En þjóðin var örþrota að efnum og
andlegum styrk. Fyrstu sporin í
viðreisnaráttina varð því að stíga á
ræðupalli og ritvelli. Það varð að
tala nýjan kjark í þjóðina, benda
henni á gullöld sína og hið glæsilega
hlutskifti sem henni væri ætlað. Nu
hófust hinar ný-þýsku bókmentir,
sem brátt runnu eins og þungur ár-
straumur yfir alt landið. Ekkert í
þessum bókmentum er frumlegt—
aðeins gamlir spámenn og gæðingar
þjóðarinnar endurbornir.
í bókmentum Nazista, hinum ný-
þýsku bókmentum, er gengið út fra