Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 73
ANDINN FRÁ BERLÍN OG ÁHRIF HANS
51
réttarins, oftrúaðir á mátt moldar-
innar og blóðsins, en vantrúaðir á
vald þess anda sem lyftir manninum
í æðra veldi og túlkar hið sanna gildi
lífsins. Þessi andi hefir nú, í bili,
sigrað mestalt meginland Evrópu.
Hvar sem hann fer lesum vér um rán
og gripdeildir, takmarkalausa undir-
gefni hinna óhamingjusömu þjóða
sem lúta honum, og miskunarlausa
þrælkun. Hvar sem þessi andi nær
sér niður ríkir glórulaust myrkur í
viðskiftum manna og hugsun. Ein-
staklingsfrelsi og almenn mannrétt-
indi eru ekki lengur til. Þessi andi
leyfir engan samanburð við sjálfan
sig, og líður engan keppinaut. And-
inn frá Berlín boðar mönnum nýja
guðfræði, nýja siðspeki, nýja mann-
félagsfræði, nýtt líf, sem að dómi
flestra frjálsborinna manna er þó
verra en dauðinn.
Mis^nisvarði yffir K. BL
Fimtánda september
síðastliðið haust var
afhjúpaður minnis-
varði yfir kýmnis-
skáldið a 1 þ e k t a ,
Kristján Níels Júlíus,
að Eyford í íslend-
ingabygðinni í Norð-
ur-Dakota. Minning-
arathöfninni s t ý r ð i
Dr. Richard Beck. En
bróðurdóttir skálds-
ins, Mrs. Flora Júlíus
D e n s o n , afhjúpaði
varðann með nokkur-
um vel völdum þakkarorðum. Ræður
höfðu þar séra Haraldur Sigmar,
Guðmundur dómari Grímsson, Nels
Johnson lögfræðingur, séra Stgr. N.
Thorláksson og Mr. S. S. Laxdal,
forseti þjóðræknisdeildarinnar “Bár-
an”, er afhenti varðann bygðinni til
eignar og umsjónar. Thorl. Thor-
finnsson, einn af forgöngumönnun-
uni, las kafla úr ræðu eftir Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson, sem ekki gat verið
viðstaddur. Einar P. Jónsson, rit-
stjóri Lögbergs, flutti
kvæði frumsamið og
er þetta upphaf að:
Menn streyma í hópum
hingað þenna dag,
því hérna blundar skáld
og góður maður,
er spann úr íslandseðli
aldýrt lag
í útlegðinni, viðkvæm-
ur og glaður.
Og fjöruborð hann
drakk á sorgarsæinn,
að sama skapi helti
ljósi í bæinn.
Karlakór bygðarinnar skemti með
söng.
Tveir listhagir bygðarbúar, Kr. Ár-
mann og G. B. Olgeirsson, gerðu upp-
drátt Minnisvarðans, og sáu um bygg-
ingu hans og frágang að öllu leyti.
Þjóðræknisfélagsdeildin “Báran”
hafði gengist fyrir almennum sam-
skotum til Varðans, bæði í Banda-
ríkjunum og Canada. Enda var hið
látna skáld heiðursmeðlimur Þjóð-
ræknisfélagsins.