Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 75
ÞRJÚ KVÆÐI
53
“Helgastar af mætum minjagripum
mun eg þessar slitnu bækur telja.
Faðir minn þær flutti með sér vestur.
Fráleitt var úr mörgu þá að velja.
—Kjarngott má þó kalla þetta safn.
“Veganestið voru nokkrar rímur,
Vídalín og gamli Bólu Hjálmar,
Fóstbræðra og Flóamanna sögur,
Friðþjófur og Hallgríms kver og sálmar,
Njóla Björns,—og nýjast, Steingríms ljóð.
Aldrei voru bækur meira metnar,
—myrkrum dreyfðu vetur eftir vetur.
Fjársjóð rýran innflytjandinn átti.
—Engan sparisjóð sem reyndist betur.
—Dýrstu erfðagripir, ástar þökk!
Ástar þakkir, minninganna myndir,
megin þáttur lífsins unaðsstunda!
Ástar þakkir, þeim sem fyrstir komu!
þennan dag eg vel til endurfunda,
andlegra—um æfi minnar kvöld.
ÁRLANGT OG ÆFILANGT . . .
Árlangt og æfilangt
er mér vor í huga.
Eg sakna þess á sumrin,
en syrgi það á haustin.
Um vetur er það vonablik
í vöku’ og draumi séð,
uns utan við gluggan er apríl,
og alblómgað kirsiberjatréð!
Vetrarlangt og vorlangt
vakna eg í dögun.
Þá man eg dýrsta drauminn,
og drög til nýrra Ijóða.
—En alt sem vakti unaðsþrá
fer eldi’ um hug og geð,
er utan við gluggann eg eygi
alblómgað kirsiberjatréð!