Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 76
54
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Árdögg í apríl,
og angan hvítra blóma!
—Inn um opinn gluggann
einsöngs tónar berast.
Rauðbrystingur—“Romeo”,
ríki þitt er tréð.
En rómantisk röddin þín býður
ríkið—og kórónuna með!
Trjágrein við gluggann,
en gamlar svalir undir.
—“Lífið alt er leiksvið.”
Margt leynist bak við tjöldin.
—Eg heyri svarað hlýtt og skært,
og hrifin fylgist með,—
hún “Júlía” játar hún þrái
jarlinn—og kirsiberjatréð.
HANN HEYRÐI í BERNSKU . . .
Hann heyrði í bernsku brim við Noregs strönd;
—því bregður fyrir enn í draumum hans.
En landnámsalda lengst í vestri brotnar,
og leyniþættir örlaganna ráða.
—Við kynning okkar kom það brátt í ljós
að kært var báðum norrænt mál,
því unun æskudaga
var átrúnaður Braga.
Við erum skyld—fyrst erfðagull er eitt,
hann Óli Norðmannsson og eg!
Hann fagnar því að færa sig að skápnum,
og fornsögurnar handleikur með blíðu!
“Þú snjalla Egilssaga”, segir hann,
“um Sandnes liggja sporin mín!
Hin forna farþrá vaknar
og fjarða Noregs saknar!”
“Er aftur ljómar, árs og friðar tíð,
—en ísland nýja tímans heldur vörð,
þá mun eg flýta förum þangað norður,
og finna Kvöldúlfs haug í Borgarnesi.
Þar heiti eg á horfins tíma goð,
að hefja Noreg enn til vegs!
Þar svífur andinn yfir
sem Egils torrek lifir!”