Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 82
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Hann fer, nú orðið, ekki fyr á
fætur en eg,” sagði Harrigan.
“Og fyrir hvað er það þá, að þú
vilt endilega reka piltinn úr vist-
inni?” spurði Jón. “Hvað hefir hann
til saka unnið?”
“Það skal eg segja þér,” sagði Har-
rigan og var mjög seinmæltur, “hann
er sem sé farinn að gera sér of dælt
við mig; eða með öðrum orðum:
framkoma hans gagnvart mér á ekki
alls kostar við mitt skap, og mér
finst hann altaf gleyma því, að það
er eg, sem er húsbóndi hans, en ekki
samverkamaður hans né leikbróðir.”
“Á hvaða hátt gerir hann sér dælt
við þig?”
“Með margvíslegu móti,” sagði
Harrigan; “hann hefir, til dæmis,
gert tilraun til að hrinda mér, þegar
eg hefi verið að líta eftir því, sem
hann hefir verið að vinna. Og nú
síðast í gær, þegar eg var að hjálpa
honum til að ná upp stórum steini,
þá sló hann mig með hendinni rokna
högg á herðarnar, svo mig sárkendi
til. Eg býst við, að hann hafi gert
þetta í gamni, af einberum ung-
gæðishætti, því að honum þótti vænt
um að við gátum náð steininum upp;
en eg kæri mig hreint ekkert um
slíkar glettur, og eg tek þeim ekki
með þökkum af neinum manni, og
allra síst af vinnudreng mínum, sem
mér er ennþá að miklu leyti ókunn-
ugur og getur ekki talað nema örfá
orð á þeirri tungu, sem eg skil. —
Eg hefi því einsett mér, að láta pilt-
inn fara næsta mánudagsmorgun. Þá
borga eg honum að fullu kaupið, og
eg skal flytja hann hingað inn í
þorpið. Eg veit, að hann kemur
hingað til ykkar á morgun, og þá
segið þið honum frá þessu.”
“Við skulum láta piltinn vita þetta
út í æsar,” sagði Jón; “þú flytur
hann og koffortið hans hingað til
okkar á mánudaginn. Hann verður
til fæðis og húsnæðis hér hjá okkur,
og við munum reyna að fá vinnu
handa honum hjá frænda þínum —
hér í námunni.”
“Hafið þið það rétt eins og þið
viljið,” sagði Harrigan. Og litlu
síðar kvaddi hann okkur og gekk
heim til sín.
Svo kom Bessi til okkar snemma á
sunnudagsmorguninn, og var hann
kátur, að vanda, og lék við hvern
sinn fingur. Jón sagði honum, hvað
Harrigan hafði sagt okkur, og að
hann yrði að fara úr vistinni daginn
eftir og flytja inn í námubæinn til
okkar.
“Nú hefir herra Harrigan verið að
spauga, þegar hann sagði ykkur að
eg hefði slegið sig á herðarnar,”
sagði Bessi og brosti; “en einu sinni
hér á dögunum vorum við (hann og
eg) að velta steinum ofan brekkuna,
þá var hann stundum fyrir mér, því
að hann er seinfara og stirður í snún-
ingum; varð eg þá oft að aðvara
hann, og í eitt skiftið ýtti eg við
honum, svo hann yrði ekki fyrir
steini, sem eg var í þann veginn að
velta fram að brekkubrúninni. Og í
fyrradag kom hann til mín, þegar eg
var að bisa við að ná gríðar-stórum
steini upp úr grundinni fyrir framan
húsið. Hann fór strax að hjálpa mér
til að losa steininn, og eftir ör-
stutta stund náðum við honum upp-
Sá eg þá að herra Harrigan er ramm-
ur að afli, því að honum veitti það
auðsjáanlega ekki erfitt, að taka
þann stein upp og bera hann spöl-
korn. Og þegar því verki var lokið,