Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 82
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA “Hann fer, nú orðið, ekki fyr á fætur en eg,” sagði Harrigan. “Og fyrir hvað er það þá, að þú vilt endilega reka piltinn úr vist- inni?” spurði Jón. “Hvað hefir hann til saka unnið?” “Það skal eg segja þér,” sagði Har- rigan og var mjög seinmæltur, “hann er sem sé farinn að gera sér of dælt við mig; eða með öðrum orðum: framkoma hans gagnvart mér á ekki alls kostar við mitt skap, og mér finst hann altaf gleyma því, að það er eg, sem er húsbóndi hans, en ekki samverkamaður hans né leikbróðir.” “Á hvaða hátt gerir hann sér dælt við þig?” “Með margvíslegu móti,” sagði Harrigan; “hann hefir, til dæmis, gert tilraun til að hrinda mér, þegar eg hefi verið að líta eftir því, sem hann hefir verið að vinna. Og nú síðast í gær, þegar eg var að hjálpa honum til að ná upp stórum steini, þá sló hann mig með hendinni rokna högg á herðarnar, svo mig sárkendi til. Eg býst við, að hann hafi gert þetta í gamni, af einberum ung- gæðishætti, því að honum þótti vænt um að við gátum náð steininum upp; en eg kæri mig hreint ekkert um slíkar glettur, og eg tek þeim ekki með þökkum af neinum manni, og allra síst af vinnudreng mínum, sem mér er ennþá að miklu leyti ókunn- ugur og getur ekki talað nema örfá orð á þeirri tungu, sem eg skil. — Eg hefi því einsett mér, að láta pilt- inn fara næsta mánudagsmorgun. Þá borga eg honum að fullu kaupið, og eg skal flytja hann hingað inn í þorpið. Eg veit, að hann kemur hingað til ykkar á morgun, og þá segið þið honum frá þessu.” “Við skulum láta piltinn vita þetta út í æsar,” sagði Jón; “þú flytur hann og koffortið hans hingað til okkar á mánudaginn. Hann verður til fæðis og húsnæðis hér hjá okkur, og við munum reyna að fá vinnu handa honum hjá frænda þínum — hér í námunni.” “Hafið þið það rétt eins og þið viljið,” sagði Harrigan. Og litlu síðar kvaddi hann okkur og gekk heim til sín. Svo kom Bessi til okkar snemma á sunnudagsmorguninn, og var hann kátur, að vanda, og lék við hvern sinn fingur. Jón sagði honum, hvað Harrigan hafði sagt okkur, og að hann yrði að fara úr vistinni daginn eftir og flytja inn í námubæinn til okkar. “Nú hefir herra Harrigan verið að spauga, þegar hann sagði ykkur að eg hefði slegið sig á herðarnar,” sagði Bessi og brosti; “en einu sinni hér á dögunum vorum við (hann og eg) að velta steinum ofan brekkuna, þá var hann stundum fyrir mér, því að hann er seinfara og stirður í snún- ingum; varð eg þá oft að aðvara hann, og í eitt skiftið ýtti eg við honum, svo hann yrði ekki fyrir steini, sem eg var í þann veginn að velta fram að brekkubrúninni. Og í fyrradag kom hann til mín, þegar eg var að bisa við að ná gríðar-stórum steini upp úr grundinni fyrir framan húsið. Hann fór strax að hjálpa mér til að losa steininn, og eftir ör- stutta stund náðum við honum upp- Sá eg þá að herra Harrigan er ramm- ur að afli, því að honum veitti það auðsjáanlega ekki erfitt, að taka þann stein upp og bera hann spöl- korn. Og þegar því verki var lokið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.