Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 84
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
því máli á sunnudagskvöldið. Og
Bessi vildi sem allra minst um það
tala.
Bessi kom sjaldan til okkar eftir
þetta. Hann var hjá þeim Harrigans-
hjónum alt árið 1881, og hann var þar
ennþá vorið 1882, þegar eg fór frá
Nýja-Skotlandi. — Um þær mundir
gekk sú saga meðal fólks í nágrenni
við Harrigan, að Bessi hefði með
miklu snarræði og vaskleik bjargað
litla drengnum hans Harrigans, þeg-
ar drengurinn datt út af bryggjunni
haustið 1880.
Eftir Kristian Johnson
Gamankvæði þetta var flutt á skemtisamkomu, sem deildin “Snæfell” í
Churchbridge hélt að haustlagi eigi als fyrir löngu.
Skyr var til forna guða greiði
Gjörvöll um Norðurlönd.
Lengst frá Ynglinga alda skeiði
Alþekt á hverri strönd.
Nú er þó annað uppi á seiði,
Að því á tiskan hönd.
Á Fróni var skamtað skyr og rjómi
Skaðlaust á hverjum bæ;
Húsfreyjum metinn mestur sómi
Matreiðslan sí og æ.
Frægðin mun upp að efsta dómi
Endast um lönd og sæ.
Skyrið var betra en sætur safi
Sopið við borðhöld flest,
1 kuldanum helsti hitagjafi,
1 hitanum kæling best.
Á því er talinn enginn vafi
Enn sé það kosta mest.
Æskunni varð ei erfið gangan
—Enn er hún rösk sem fyr—
Ellin gat farið fjallveg langan
Flughröð í veðra-styr.
Þann mátti finna síðast svangan,
Sem hafði étið skyr.
Þú verður gegn, í geði stiltur,
Gætinn sem aldrei fyr,
Þú verður eins og hetja hyltur
Hvar sem þú ræðst í styr,
Þú verður aldrei áttaviltur
Ef að þú étur skyr.
Til þess er mælst af mönnum flestum
Matheilum eins og fyr,
Að þeim sé skamtað eins og hestum
Eitthvað, sem dugi í styr.
Og viljið, þér konur, gæða gestum
Gefið þeim rjóma og skyr.